Afnema frystiskyldu á innfluttu kjöti

Verði frumvarpið að lögum er hægt að flytja inn ferskt …
Verði frumvarpið að lögum er hægt að flytja inn ferskt kjöt. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hefur birt á Samráðsgátt stjórnvalda frumvarp til laga um breytingu á lögum um matvæli og lög um dýrasjúkdóma. Er þar kveðið á um afnám núverandi leyfisveitingakerfis vegna innflutnings á ákveðnum landbúnaðarafurðum innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES).

Frumvarpið er viðbragð stjórnvalda við tveimur dómum Hæstaréttar Íslands og EFTA-dómstólsins um að núverandi leyfisveitingarkerfi við innflutning á kjöti og eggjum og krafan um frystingu kjöts brjóti í bága við EES-samninginn.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að markmið aðgerðanna sé að íslensk stjórnvöld standi við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hafi undirgengist á sama tíma og öryggi matvæla og vernd búfjárstofna sé tryggð auk þess sem gripið sé til aðgerða til að bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert