Ekki „verkstjóri eða siðameistari“

Vigdís segist ávallt hafa verið á þeirri skoðun að embættismenn …
Vigdís segist ávallt hafa verið á þeirri skoðun að embættismenn eigi ekki að vera á kafi í pólitík. mbl.is/​Hari

„Ef maður les þetta nákvæmlega þá má finna þarna hótanir,“ segir Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, um skrif Stefáns Eiríkssonar borgarritara í lokaðan hóp starfsfólks Reykjavíkurborgar í dag. Þar vænir hann ónefnda borgarfulltrúa um að hafa ítrekað vænt starfsfólk borgarinnar um óheiðarleika og vegið að starfsheiðri þess.

„Í fyrstu var ég alveg orðlaus,“ segir Vigdís í samtali við mbl.is. „Það er hvergi að finna í starfslýsingu borgarritara að hann eigi að vera verkstjóri eða siðameistari yfir borgarfulltrúum. Ég held hann ætti að líta sér nær og beina sínum aðfinnslum, pirringi og hótunum að þeim sem hafa fengið ádrepur frá eftirlitsstofnunum ríkisins, en láta kjörna fulltrúa í friði.“

Meðal þess sem Stefán skrifar er að „ábendingar til hlutaðeigandi frá siðanefnd Sambands sveitarfélaga um að framganga af þessu tagi brjóti gegn þeim siðareglum sem gilda um kjörna fulltrúa“ hafi engin áhrif. Þetta segir Vigdís Stefán þurfa að rökstyðja nánar.

„Hann þarf að rökstyðja betur þau ósannindi sem hann viðhefur um siðanefnd Sambands sveitarfélaga og að siðareglur hafi verið brotnar,“ segir Vigdís.

Þá segist hún ávallt hafa verið á þeirri skoðun að embættismenn eigi ekki að vera á kafi í pólitík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert