Fyrstu og önnur verðlaun til Íslands

Dómarar keppninnar, Stefan F. Lindberg, og Oliver Lindkvist, til hægri, …
Dómarar keppninnar, Stefan F. Lindberg, og Oliver Lindkvist, til hægri, með íslensku vinningsmyndirnar. Ljósmynd/Sjómannablaðið Víkingur

Bæði fyrsta og annað sætið í árlegri Ljósmyndakeppni sjómanna á Norðurlöndunum féllu í skaut Íslendinga. Sænskur sjómaður varð í þriðja sæti, Dani í því fjórða og Norðmaður í fimmta sætinu að því er segir í fréttatilkynningu frá Sjómannablaðinu Víkingi en blaðið hefur í 17 ár staðið fyrir ljósmyndakeppni á meðal íslenskra sjómanna.

„Fimmtán myndir eru þá valdar og sendar í Norðurlandakeppnina sem nú var haldin í 31. sinn. Að þessu sinni í Sjöhistoriska safninu í Stokkhólmi. Okkar menn uppskáru að þessu sinni bæði fyrsta og annað sætið. Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður á varðskipinu Tý, hreppti fyrstu verðlaun en í öðru sæti var Bergþór Gunnlaugsson skipstjóri á Gnúpi GK,“ segir enn fremur í tilkynningunni.

Ljósmyndirnar lagðar fram til dóms.
Ljósmyndirnar lagðar fram til dóms. Ljósmynd/Sjómannablaðið Víkingur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert