Hamingjusamir veikjast sjaldnar

Vanessa King, sérfræðingur um vellíðan, þautseigju og hamingju á vinnustöðum, ...
Vanessa King, sérfræðingur um vellíðan, þautseigju og hamingju á vinnustöðum, flutti erindi á málþingi um hamingju á vinnustöðum í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Hamingjusamt fólk verður sjaldnar veikt, fær til að mynda sjaldnar kvef og lifir yfirleitt lengur. Eins aukast lífslíkur fólks um sjö ár ef það reykir ekki. Þetta segir Vanessa King, sérfræðingur um vellíðan, þrautseigju og hamingju á vinnustöðum. Hún var aðalfyrirlesari á morgunfundi VIRK, embættis landlæknis og Vinnumálastofnunar í morgun. Yfirskrift fundarins var hamingja á vinnustöðum er alvöru mál og var þar rætt um mikilvægi þess að auka vellíðan á vinnustöðum. 

Hún segir konur vera líklegri til þess að upplifa kulnun í starfi heldur en karlar. „Hver er kostnaður samfélagsins af þessu?“ spyr King og ræddi meðal annars um áhrif þess á líkamlega sem og andlega heilsu fólks. Hún segir að hamingja sé komin við hlið framleiðni hjá ýmsum ríkjum. Því sífellt fleiri þjóðarleiðtogar geri sér grein fyrir mikilvægi hamingju.

Fjárhagsáhyggjur hafa mikil áhrif á hamingju 

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá embætti landlæknis, kynnti á fundinum rannsóknir sínar á hamingju fólks á Íslandi en hún segir, líkt og King, að fólk sem er í vinnu sé yfirleitt hamingjusamara en það fólk sem er án atvinnu. Eins eru giftir yfirleitt hamingjusamari en ógiftir enda skipta náin tengsl miklu þegar kemur að hamingju. Allt bendir til þess að hamingjan sé meiri meðal þeirra sem eru komnir á eftirlaun en þeirra sem enn eru á vinnumarkaði.

Eitt af því sem hefur mest neikvæð áhrif á hamingju fólks á Íslandi eru fjárhagsáhyggjur. Dóra Guðrún segir að þar sé hún ekki að tala um tekjur heldur áhyggjur af fjárhag því meðal þeirra hamingjusömustu eru þeir sem eru í tekjulægsta hópnum á meðan fólk sem er í tekjuhæsta hópnum sé líka óhamingjusamt. 

Ísland er í fjórða sæti yfir hamingjusömustu þjóðir heims og hefur undanfarin ár verið ofarlega á lista yfir hamingjusamar þjóðir.

Fjölmenni var á málstofu VIRK, embætti landlæknis og Vinnueftirlitsins um ...
Fjölmenni var á málstofu VIRK, embætti landlæknis og Vinnueftirlitsins um hamingju á vinnustöðum í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Ingibjörg Loftsdóttir, sviðsstjóri hjá VIRK, kynnti á málþinginu átakið Velvirk en það hefur verið áberandi í auglýsingum undir fyrirsögninni: Er brjálað að gera?  

Hún talaði meðal annars um að fólk þarf að vera þar sem það er statt, ekki fjarstatt, því þá ertu ekki að sinna því sem þú átt að vera að sinna, svo sem barninu þínu. Eins minnti hún á að það þurfa ekki allir að fara í landvættaverkefnið heldur sé alveg í lagi að stunda venjulega leikfimi - símalaus.

Vísaði hún í færslu Steinunnar Gestdóttur, prófessors í sálfræði við Háskóla Íslands og aðstoðarrektors kennslumála og þróunar við skólann, á Facebook sem hefur vakið mikla athygli. Þar bendir Steinunn á ýmis atriði sem vert er að hafa í huga. 

Háskólamenntuðum einstaklingum í aðildarfélögum BHM sem leita eftir þjónustu VIRK starfsendurhæfingarsjóðs hefur fjölgað stórlega á seinustu árum. Algengasta ástæða þess að BHM-fólk leitar til VIRK er geðræn vandamál en stoðkerfisvandamál eru einnig algeng. Konur eru í miklum meirihluta einstaklinga sem eru í þjónustu hjá VIRK. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins í dag.

Mikil fjölgun varð á nýjum þjónustuþegum VIRK milli áranna 2017 og 2018 og var hún öll vegna aukinnar eftirspurnar háskólamenntaðs fólks eftir þjónustu sjóðsins, að því er segir í umfjöllun BHM um þessar upplýsingar, sem fram komu í erindi Vigdísar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra VIRK, á upplýsinga- og samræðufundi BHM.

Tölur um menntunarstig nýrra einstaklinga hjá VIRK sýna að á sama tíma og nokkuð hefur fækkað í hópi þeirra sem eru með grunnskólamenntun eða minni menntun frá árinu 2015 hefur fjöldi fólks með háskólanám að baki vaxið stórum skrefum eða úr 317 árið 2015 í 568 í fyrra, sem er hér um bil orðinn jafn stór hópur og þeir sem lokið hafa grunnskólanámi. Fyrir fjórum árum voru grunnskólamenntaðir hins vegar tvöfalt fleiri en fólk með háskólamenntun í þessum hópi nýrra einstaklinga hjá VIRK.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Stundum leynast merki í töluboxi

22:25 „Kúnstin við að safna er alltaf sú sama, að afmarka sig með einhverjum hætti. Annars tapast yfirsýnin. Áhuginn hverfur oft líka ef fólk afmarkar sig ekki, því þá er ekki hægt að dýpka sig í neinu,“ segir Eiríkur Jón Líndal, formaður Myntsafnarafélags Íslands, en það fagnar 50 ára afmæli nú um helgina með stórsýningu. Meira »

Komu í leitirnar nær þrjátíu árum seinna

22:10 Stundum getur raunveruleikinn reynst ótrúlegri en nokkur lygasaga. Það upplifðu þeir félagar Þorfinnur Sigurgeirsson, grafískur hönnuður og myndlistarmaður, og Magnús Valur Pálsson, grafískur hönnuður og kennari, nú í vikunni, en þá hafði Þorfinnur samband við Magnús eftir að hafa fengið skilaboð frá ókunnugri konu á Facebook. Meira »

Verkfallsvarsla verður efld til muna

21:55 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það „svívirðilegt“ að fólk hafi sýnt einbeittan brotavilja þegar kemur að verkfallsbrotum. Hún vill efla verkfallsvörslu til muna í næstu viku þegar næstu tvö verkföll eru fyrirhuguð. Meira »

Á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig

21:28 Það er á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig að meta hvort það geti krafist þess að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

Foktjón og fastir bílar víða um land

20:54 Kalla þurfti til björgunarsveitir á Reyðarfirði í kvöld vegna fjúkandi þakplatna og brotinna rúða, en aftakaveður er á svæðinu líkt og víðast hvar á landinu. Á milli 70 og 80 björgunarsveitarmenn hafa sinnt útköllum það sem af er degi. Meira »

Tveir Íslendingar hlutu 100 þúsund

20:43 Tveir Íslendingar hlutu annan vinning í Jóker í útdrætti Eurojackpot í kvöld og fær hvor um sig 100 þúsund krónur í sinn hlut. Meira »

Ástand sem getur ekki varað lengur

20:05 Dagurinn hefur verið ákaflega annasamur að sögn formanns FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center Hotels. „Við erum búin að ljúka herbergjunum, þannig að nú eru veitingastaðirnir eftir,“ segir hann og kveðst vera á leiðinni í uppvaskið. Meira »

Skilti leyfð á afmörkuðu svæði

19:59 Skilti og útstillingar fyrirtækja á Laugavegi mega vera á afmörkuðum stöðum. Annað hvort við framhlið byggingar eða á svokölluðu millisvæði en aldrei á göngusvæði. Reglur um afnot af borgarlandinu vegna skilta og útstillinga voru samþykktar í febrúar 2017. Meira »

Seinkunin algert aukaatriði

19:20 „Við erum í skýjunum með það hversu vel þetta heppnaðist. Það má segja að allt hafi gengið eftir áætlun þrátt fyrir smá seinkun,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, um skorstein Sementsverksmiðjunnar sem jafnaður var við jörðu í dag. Meira »

Krefst endurupptöku á máli Zainab

18:37 Lögmaður fjölskyldu Zainab Safari hefur farið fram á endurupptöku máls fjölskyldunnar hjá kærunefnd útlendingamála á grundvelli breyttra aðstæðna. Í samtali við mbl.is segir Magnús Norðdahl að atburðir dagsins hafi sýnt það svart á hvítu hversu sterk tengsl fjölskyldan hefði myndað hér á landi. Meira »

Þarf að greiða Guðmundi 1,2 milljónir

18:21 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjaness og dæmt blaðamanninn Atla Má Gylfason fyrir meiðyrði í garð Guðmundar Spartakusar Ómarssonar og til að greiða honum 1,2 milljónir króna í miskabætur. Meira »

Greiðsla úr sjóði háð þátttöku fólks

18:10 Á heimasíðu Eflingar kemur meðal annars fram að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku viðkomandi í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

50 björgunarsveitarmenn sinnt útköllum

17:56 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar til vegna bíla sem sem fastir eru í ófærð á Hellisheiði og í Þrengslum á sjötta tímanum í dag, en fyrir voru þar hópar björgunarsveita sem manna lokanir á Hellisheiði, Þrengslum og Lyngdalsheiði. Meira »

Þórður hlaut blaðamannaverðlaun ársins

17:36 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hlaut blaðamannaverðlaun ársins 2018 fyrir bókina Kaupthinking.  Meira »

Landsréttur sneri við nauðgunardómi

17:30 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknað karlmann af ákæru um kynferðisbrot gagnvart konu.  Meira »

Freyju mismunað vegna fötlunar

17:11 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaða dómsins að Freyju, fyrrverandi varaþingmanni Bjartrar framtíðar, hafi verið mismunað vegna fötlunar. Meira »

Minni snjókoma en spáð var

16:37 Snjókoman á höfuðborgarsvæðinu það sem eftir lifir dags verður líkast til mun minni er veðurspár gerðu ráð fyrir í gær.  Meira »

Fall skorsteinsins séð úr lofti

15:53 Fjölmargir fylgdust með þegar skorsteinn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi féll í dag. Sprengingin var tilkomumikil og mbl.is var á staðnum og myndaði úr lofti. Meira »

Aftur í Karphúsið á mánudaginn

15:28 Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari hefur boðað til næsta fundar í kjaradeilu Eflingar, VR, VLFA, LÍV, Framsýnar, VLFG við Samtök atvinnulífsins, en hann fer fram á mánudaginn kl. 10. Helgin verður nýtt til undirbúnings hjá deiluaðilum, segir ríkissáttasemjari. Meira »