Villi Valli maður sex kynslóða fyrir vestan

Rakarinn með fjóra ættliði. Villi Valli rakarameistari, Tryggvi Þór Guðmundsson …
Rakarinn með fjóra ættliði. Villi Valli rakarameistari, Tryggvi Þór Guðmundsson og Heimir Tryggvason fyrir aftan. Magnús Þór Heimisson í stólnum með Heimi Snæ Magnússon. Ljósmynd/Samúel Einarsson

Vilberg Valdal Vilbergsson, heiðursborgari Ísafjarðarbæjar frá því í fyrra, er svo sannarlega maður kynslóðanna. Hann byrjaði að spila á harmoniku á böllum á Flateyri, þegar hann var á fermingaraldri, og spilar enn, tæplega 80 árum síðar.

Hann var rakari í yfir 60 ár frá 1950 og rakarameistari frá 1954, hætti formlega fyrir um fimm árum en tekur enn í skærin og klippti nýlega sjötta ættliðinn í beinan karllegg í einni fjölskyldu.

„Ég er eiginlega hættur að klippa, klippi lítið meira en Samúel Einarsson, sem tók við af mér,“ segir Vilberg Valdal, oftast nefndur Villi Valli, en Samúel byrjaði sem nemi hjá honum 1964. Heiðursborgarinn segir að hann hafi helst vilja læra mublusmíði eða rafvirkjun en það hafi ekki gengið eftir. „Það var lítið að gera í þessum greinum á þessum tíma, líka í Reykjavík. Þá bauð Árni Matthíasson, rakari hérna á Ísafirði, mér að koma til sín sem nemi. Ég hugsaði málið og fannst allt í lagi að prófa þetta enda var þriggja mánaða uppsagnarfrestur í náminu og ég hafði þá möguleika á að halda áfram eða fara í eitthvað annað.“

Sjá viðtal við Villi Valla í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert