Stuðlað að auknu öryggi ferðamanna

Þríhyrningarnir á korti Safetravel.is tákna að hægt er að fá …
Þríhyrningarnir á korti Safetravel.is tákna að hægt er að fá nánari upplýsingar um aðstæður og veður með því að smella á táknin safetravel.is

„Við erum langöflugasti miðillinn sem miðlar upplýsingum um veður og færð til erlendra ferðamanna á landinu í dag,“ segir Jónas Guðmundsson, hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg (SL), um vefinn Safetravel.is.

Þar er miðlað viðvörunum og upplýsingum um ástand á vinsælum viðkomustöðum til ferðamanna á íslensku, ensku, frönsku, þýsku og kínversku. Einnig getur fólk lagt þar inn áætlanir um ferðir sínar.

„Stærsti dagurinn til þessa var þegar um 29.000 einstakir notendur komu á síðuna. Við fáum stundum hundruð fyrirspurna á dag um færð frá fólki sem kemur að lokunum eða vill fá nánari upplýsingar. Þeim er svarað í gegnum netspjall sem er öllum opið.“ Jónas nefndi að þegar Hellisheiði, Þrengsli, Lyngdalsheiði og fleiri vegir á Suðurlandi lokuðust fyrr í vetur hafi netspjall Safetravel.is bókstaflega logað. Ferðamenn sem komust ekki í náttstað eða annað spurðu hvað þeir ættu að gera og var leiðbeint eftir megni.

Safetravel.is notar einnig samfélagsmiðla til að miðla upplýsingum. Í fyrra var t.d. sett viðvörun vegna aðsteðjandi óveðurs á Facebook. Á innan við sólarhring höfðu meira en 400.000 manns skoðað færsluna, að því er fram kemur í umfjöllun um vef þennan í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert