Þrumur og eldingar í djúpri lægð

Þessi ljósmynd náðist af eldingu í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld.
Þessi ljósmynd náðist af eldingu í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Ljósmynd/Birna Ósk Kristinsdóttir

„Þetta virðist vera fylgifiskur þessarar djúpu lægðar sem er hérna vestur af landinu,“ segir Elín Björk Jónsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is um þrumur og eldingar sem fólk hefur orðið vart við á suðvestanverðu landinu.

„Þetta er búið að valda svolitlu af eldingum suður af landinu í dag, en við áttum svo sem ekki von á því að þetta myndi koma upp á land. Þetta er um 200 kílómetra band sem liggur nú frá Snæfellsnesi og suður fyrir Reykjanesið, síðan næstum því að Vestmannaeyjum,“ segir Elín.

Hún segir Veðurstofuna ekki vera með nákvæmar spár um hversu lengi þrumuveðrið endist yfir landinu, en gert sé ráð fyrir um klukkutíma.

Ljósmynd/Harpa Hlín Sigurðardóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert