Undrast hvað liggi á

Frá Skagafirði.
Frá Skagafirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Forsendur þess að sveitarfélagið Skagafjörður ákvað að leggja fram tillögur að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins er að þörf er á styrkingu flutningskerfis raforku á Norðurlandi og að auka afhendingaröryggi raforku í sveitarfélaginu. Íbúar á því svæði sem fyrirhugað er að Blöndulína 3 fari yfir eru margir undrandi á því hvers vegna þetta sé gert nú þar sem ljóst sé að hvorki liggi fyrir umhverfismat né sé Blöndulína 3 á framkvæmdaáætlun Landsnets næstu ár.

Frestur til þess að skila ábendingum og athugasemdum við tillögu að breytingum á aðalskipulagi Skagafjarðar rennur út á mánudag en fresturinn var framlengdur að ósk íbúa sem töldu hann of nauman.

Eitt af því sem bent hefur verið á er að umhverfismat liggi ekki fyrir og að Blöndulína 3 sé ekki á framkvæmdaáætlun Landsnets til næstu þriggja ára samkvæmt kerfisáætlun fyrirtækisins 2018-2027.

Hér sést hvar Blöndulína mun fara yfir byggð í Skagafirði.
Hér sést hvar Blöndulína mun fara yfir byggð í Skagafirði.

Vegna þessa sé óþarfi að gera breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins á þessum tímapunkti þar sem ljóst er að ekki verði farið í lagningu Blöndulínu 3 fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkur ár.

Nýtt umhverfismat getur einnig haft áhrif á aðalskipulagið og því ekki tímabært að samþykkja breytingarnar líkt og stefnt er að hjá stjórnendum sveitarfélagsins. Til að mynda sé Blöndulína 3 hvorki á nýlegu aðalskipulagi Hörgársveitar né Akureyrar.

Í greinargerðinni segir að Landsnet hafi óskað eftir því að sveitarfélagið hæfi undirbúning að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Blöndulínu 3. Sveitarfélagið hóf undirbúning að þessum breytingum með skipulags- og matslýsingu, dags. í mars 2017.

Sveitarfélagið leitaði eftir ítarlegri upplýsingum hjá Landsneti um fyrirhugaðar framkvæmdir og forsendur þeirra. Byggði sú fyrirspurn m.a. á þeim athugasemdum sem komu fram við skipulags- og matslýsingu aðalskipulagsbreytinganna.

„Samkvæmt samþykktri kerfisáætlun Landsnets fyrir árin 2015-2024 er gert ráð fyrir Blöndulínu 3. Sveitarfélaginu ber, innan nánar tilgreindra tímamarka, skv. 9. gr. c raforkulaga nr. 65/2003, að samræma skipulagsáætlanir vegna verkefna í samþykktri tíu ára kerfisáætlun. Blöndulína 3 er einnig í tillögu að kerfisáætlun 2018-2027, sem er í afgreiðslu hjá Orkustofnun. Samkvæmt gögnum frá Landsneti (2017) kemur fram að núverandi byggðalína á Norðurlandi er fulllestuð. Landsnet vísar til þess að ekki er hægt að bæta við álagi á afhendingarstöðum á Norðurlandi, þrátt fyrir að orka sé framleidd í landshlutanum.

Samkvæmt þessu er ekki unnt að bæta við álagi frá tengivirkinu í Varmahlíð í Skagafirði, að því er segir í greinargerð sveitarfélagsins Skagafjarðar,“ segir í greinargerðinni.

Vinnulag sem á að miða að því að ná verkefni úr átakafarvegi

Árið 2017 var greint frá því á vef Landsnets að nýtt umhverfismat yrði gert fyrir Blöndulínu 3. Markmiðið með nýju umhverfismati er m.a. að skapa sátt um þau ferli sem tengjast uppbyggingu Blöndulínu 3. Ákvörðunin var tekin í samráði við Skipulagsstofnun. 

Þar er haft eftir forstjóra Landsnets, Guðmundi Inga Ásmundssyni, að fyrirtækið sé að innleiða breytt vinnulag sem miðar að því að ná verkefnum upp úr þeim átakafarvegi sem þau hafa verið í.

Liður í því er stofnun verkefnaráða og hagsmunaráða sem tryggja öllum hagsmunaaðilum aðkomu. Þannig viljum við tryggja virkt samtal, gagnkvæman skilning og betra upplýsingaflæði í aðdraganda ákvarðana um framkvæmdir,“ segir Guðmundur Ingi. „Með því að taka Blöndulínu 3 af framkvæmdaáætlun næstu þriggja ára sköpum við nægilegt svigrúm til þess að undirbúa nýja og vandaða málsmeðferð við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar í samræmi við okkar breyttu áherslur,“ segir á vef Landsnets. Þetta umhverfismat liggur ekki enn fyrir og ef kerfisáætlun Landsnets er skoðuð sést að Blöndulína 3 er ekki á framkvæmdaáætlun fyrir árin 2019-2021.

Sú leið sem sveit­ar­stjórn legg­ur til nefn­ist Héraðsvatna­leið og ef af verður mun hún liggja um 20 jarðir í Skagaf­irði. Íbúar í Skagafirði sem blaðamaður hefur rætt við að undanförnu eru ósáttir við þessi áform. Lagningu línunnar fylgi mikið rask, til að mynda efnistaka sem líklega þarf að fara í umhverfismat, svo ekki sé talað um sjónmengun af loftlínum.

Fljótsdalslínur í Reyðarfirði.
Fljótsdalslínur í Reyðarfirði. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Háspennumöstur í túnfætinum

Þeir sem rætt hefur verið við fagna því að stefnt sé að því að leggja hluta línunnar í jörð en telja eðlilegt að hún verði öll lögð í jörð. Að öðrum kosti sé búið að rýra verðgildi jarða þeirra umtalsvert og möguleika þeirra á búsetu til framtíðar. Afar ólíklegt sé að komandi kynslóðir muni sætta sig við háspennumöstur í túnfætinum.

Í greinargerð sveitarfélagsins Skagafjarðar segir svo um möguleikann á að leggja Blöndulínu 3 í jörð: Eftir samskipti við Landsnet telur sveitarfélagið óraunhæft að gera ráð fyrir því að leggja Blöndulínu alla í jörðu í Skagafirði. Það er hins vegar raunhæft að gera ráð fyrir að a.m.k. 3 km geti verið í jörðu. Sveitarfélagið hefur því skilgreint a.m.k. 3 km jarðstrengskafla á svæðinu frá Húseyjarkvísl, norðan Saurbæjar, og austur fyrir Vindheima. Það dregur úr sýnileika línunnar frá hringveginum og ferðamannastöðum í nágrenninu og áhrifum hennar á landslag og ásýnd.

Við skoðun á því hvort unnt er og þörf sé á að leggja Blöndulínu 3 að hluta eða öllu leyti sem jarðstreng, hefur sveitarfélagið aflað ítarlegri gagna frá Landsneti og litið til stefnu stjórnvalda um lagningu raflína og uppbyggingu flutningskerfis raforku, kerfisáætlunar og aðalskipulagsáætlana aðliggjandi sveitarfélaga.

Kannað var hvort unnt sé að byggja 132 kV línu í stað 220 kV. Að mati Landsnets fullnægir lægra spennustig ekki þeirri flutningsþörf sem æskileg er á þessu svæði til framtíðar, segir í greinargerðinni.

Eða eins og íbúar í Skagafirði benda á – heimildin fyrir því að leggja 220kV línu um jarðir þeirra er sú að Landsnet, verktakinn, telji að ekki eigi að leggja línuna í jörð og að það sé betra til lengri tíma litið að hún sé 220kV, ekki 132kV. Telja þeir eðlilegt að leitað sé til fleiri aðila varðandi framtíðarsýn í raforkumálum og segja að ýmislegt hafi breyst í afstöðu fólks á undanförnum árum varðandi umhverfismál svo ekki sé talað um þá þróun sem sé í gangi varðandi jarðstrengi.

Í skýrslu sem verkfræðistofan Efla vann fyrir Skipulagsstofnun kemur fram að háspennulína hentar prýðilega til að flytja mikla orku langa leið á tiltölulega einfaldan hátt. Háspennulína er tiltölulega plássfrek þar sem hún þarf ákveðið rými og helgunarsvæði en á því svæði má einungis reisa minni háttar mannvirki þar sem ekki má búast við að fólk dveljist að staðaldri, t.d. kartöflugeymslur eða skýli. Háspennustrengur (lagður í jörð) hentar frekar í þéttbýli eða þar sem landssvæði er af skornum skammti.

Efla bendir á að háspenntum loftlínum og jarðstrengjum sé ætlað sama hlutverk. Samanburðatölur á bilunartíðni jarðstrengja og loftlína sýnir að jarðstrengir bila sjaldnar. Hins vegar er viðgerðartími strengja lengri en lína og lengist með hækkandi spennu. Ef borinn er saman sá tími sem lína eða strengur er tiltæk í rekstri kemur í ljós að þá er farið að halla á strengina og því meira sem spennan er hærri.

Í umsögn Skipulagsstofnunar á kerfisáætlun Landsnets kemur fram að Skipulagsstofnun setji fyrirvara um það sem Landsnet hefur að segja um jarðstrengi. „Settir eru fyrirvarar um að þessa vegalengd þurfi að skoða í kerfislegu samhengi, meðal annars með öðrum loftlínum og jarðstrengjum. Ekki er rökstutt eða skýrt hvaða forsendur eru gefnar til grundvallar niðurstöðu um hámarksvegalengdir jarðstrengskafla á einstökum línuleiðum. Af þeim dæmum sem rædd eru í tillögunni virðist sem lengd jarðstrengs á einni línuleið takmarki lengd jarðstrengs á annarri,“ segir í umsögn Skipulagsstofnunar.

Úr skýrslu Eflu

„Hér er um grundvallaratriði að ræða varðandi ákvarðanir um framtíðaruppbyggingu og þróun raforkuflutningskerfisins. Því telur Skipulagsstofnun að gera verði kröfu um mun ítarlegri umfjöllun um þetta, þar sem færð eru frekari rök og skýrðar forsendur þessara takmarkana.

Í því sambandi vísar Skipulagsstofnun einnig til sérfræðiálits Hjartar Jóhannssonar sem stofnunin aflaði vegna mats á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu. Þar taldi Hjörtur, út frá gefnum tæknilegum forsendum Landsnets, að mun lengri jarðstrengur kæmi til greina en Landsnet hafði kynnt í tillögu sinni að matsáætlun um framkvæmdina,“ segir á vef Skipulagsstofnunar. 

Frestur til þess að skila inn athugasemdum um breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagafjarðar rennur út 25. febrúar og verður þá hægt að kynna sér hvaða athugasemdir hafa verið gerðar. 

Viðtal við íbúa í Skagafirði í Feyki

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lokað vegna óveðurs

06:58 Fjarðarheiði er lokuð vegna óveðurs og hið sama gildir um Hófaskarð, Mývatns- og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði. Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi víða um land. Meira »

Aftakaveður á leiðinni

06:46 Kröpp og óvenjudjúp lægð skammt suður af landinu hreyfist allhratt norðaustur. Lægðin sú arna veldur norðan- og norðaustanstormi eða -roki og blindhríð fyrir norðan og austan. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð mikilli snjókomu síðdegis og það geti haft áhrif á umferðina. Meira »

4.100 unglingar á einum stað

06:16 Stærsta unglingaskemmtun landsins fer fram í Laugardalshöll um helgina þegar 4.100 unglingar og 400 starfsmenn úr félagsmiðstöðvum landsins koma saman til þess að skemmta sér á SamFestingnum, árlegri hátíð Samfés. Meira »

Leituðu gluggagægis

05:56 Lögreglunni barst tilkynning um gluggagægi í hverfi 111 en þrátt fyrir leit að manninum fannst hann ekki. Bifreið var bakkað ofan í húsgrunn í hverfi 203 en engin slys urðu á fólki. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar. Meira »

Tjá sig ekki um orkupakkann

05:30 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ræddi um þriðja orkupakka Evrópusambandsins á fundi sínum í gær. Sex þingmenn flokksins hafa opinberlega lýst efasemdum vegna málsins. Samkvæmt heimildum mbl.is er búist við því að frumvörp vegna þriðja orkupakkans verði kynnt öðrum hvorum megin við helgi. Meira »

Metfjöldi í Landgræðsluskóla SÞ

05:30 Alls er nú 21 nemandi skráður í Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem hófst fyrir skömmu, en um er að ræða árlegt sex mánaða námskeið. Aldrei fyrr hafa jafn margir nemendur verið skráðir á námskeiðið. Meira »

Hægja á uppbyggingunni

05:30 Fjárfestar hafa hægt á markaðssetningu nýrra íbúða í miðborg Reykjavíkur. Með því hafa þeir brugðist við óvissu í efnahagsmálum. Kjaramálin og erfið staða flugfélaganna vega þar þungt. Meira »

Boðvald stéttarfélaga nær til félagsmanna

05:30 „Stjórnarskrá lýðveldisins hefur að geyma ákvæði um félagafrelsi. Í því felst að þú getur verið í því félagi sem þú vilt og staðið utan þess félags sem þú vilt,“ segir Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður. Hann sagði að hluti rútubílstjóra á höfuðborgarsvæðinu væri hvorki félagar í Eflingu né VR. Meira »

Kvörtuðu undan óþægindum

05:30 „Þetta byrjaði með því að starfsmenn kvörtuðu undan óþægindum og urðu sumir þeirra veikir. Í kjölfar þess var ákveðið að láta skoða málið,“ segir Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Önnur flugfélög að falla á tíma

05:30 Sérfræðingar á flugmarkaði voru tregir til að koma fram undir nafni til að ræða viðræður Icelandair og WOW air. Þeir voru sammála um að öll sund væru að lokast fyrir WOW air. Meira »

Verkfallið er hafið

00:04 Verkfall hótelstarfsfólks og hópbifreiðastjóra, sem stendur yfir í sólarhring, hófst núna á miðnætti.  Meira »

MAX í lykilhlutverki í ákvörðuninni

Í gær, 23:40 „Það að Icelandair séu tilbúnir að taka þráðinn upp að nýju er augljóslega keyrt áfram af óvissunni í kringum MAX-inn,“ segir Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Icelandair, um viðræður Icelandair um aðkomu að rekstri WOW air sem hafnar eru að nýju. Meira »

Hugsað sem meira stuð

Í gær, 22:03 Fyrsta 4cross-hjólreiðamótið sem haldið hefur verið í Hlíðarfjalli fer fram á laugardag en Ágúst Örn Pálsson mótsstjóri segir að brautin sé stutt og að keppnisfyrirkomulag eigi að vera skemmtilegt, bæði fyrir keppendur og áhorfendur. Meira »

Freista þess að keyra flugfarþega

Í gær, 21:44 „Við erum búin að undirbúa okkur og gerum ráð fyrir að vinna eftir plani,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Hann segir vonbrigði að ekki hafi tekist að aflýsa verkföllunum. Meira »

Icelandair hefur viðræður við WOW air

Í gær, 21:22 Í kjölfar tilkynningar frá WOW air um slit viðræðna við Indigo Partners hefur stjórn Icelandair Group samþykkt að hefja viðræður við WOW air um aðkomu að rekstri félagsins. Meira »

Fá lóðir fyrir 153 íbúðir

Í gær, 20:53 Bjarg, íbúðafélag verkalýðshreyfingarinnar, og Búseti húsnæðissamvinnufélag fá lóðir fyrir 153 íbúðir í næsta áfanga í Bryggjuhverfinu. Bæði félögin eru óhagnaðardrifin húsnæðisfélög. Meira »

Fundi lokið og verkfall á miðnætti

Í gær, 20:35 Fundi verkalýðsfélaganna sex sem eiga í viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Sólarhringsverkfall hótelstarfsfólks og hópbifreiðastjóra er enn á dagskrá og hefst á miðnætti. Meira »

Minni tekjur hefðu áhrif á uppbyggingu

Í gær, 20:31 „Til að mögulegt sé að halda áfram nauðsynlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli til þess að uppfylla þjónustumarkmið miðað við núverandi fjölda farþega og til að byggja upp til framtíðar er mikilvægt að núverandi nýting á innviðum Keflavíkurflugvallar minnki ekki.“ Meira »

Tapa 250 milljónum á dag

Í gær, 19:55 Ef allt fer á versta veg og Efling og VR halda verkföllum sínum til streitu tapast 250 milljónir á dag í ferðaþjónustu hér á landi þá daga sem verkföllin standa yfir. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Hellulagnir
Vertíðin hafin hafið samband í símum: 551 4000, 690 8000 á verktak@verktak.is...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Nudd Nudd Nudd
Whole body massage Downtown Reykjavik S. 6947881...