„Við viljum fá meiri festu í þetta“

Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist vona að árangur náist nú …
Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist vona að árangur náist nú þegar viðræðurnar eru komnar á borð ríkissáttasemjara. mbl.is/Eggert

„Við erum að vísa til sáttasemjara og vorum búin að vera lengi í þessum viðræðum og viljum færa þetta á næsta stig,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við mbl.is. „Þetta eru svo sem búnar að vera ágætisviðræður en við viljum fá meiri festu í þetta,“ útskýrir formaðurinn.

Hann segir að nú sé beðið eftir að ríkissáttasemjari boði til fundar. „Auðvitað vonar maður að hlutirnir gangi eftir,“ segir Björn spurður hverjar væntingarnar séu til framhaldsins.

„Hvert og eitt félag skoðar sína stöðu,“ segir Björn inntur álits á stöðunni í kjölfar ákvörðunar VR, Eflingar, VLFA og VLFG í dag að slíta samningaviðræðum við SA. „Ég hef enga skoðun á því.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert