Viðræðum hefur verið slitið

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundinum.
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundinum. mbl.is/Eggert

Viðræðum Efl­ing­ar, VR, VLFA, VLFG og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hefur verið slitið en samningafundur hófst um tvöleytið í húsa­kynn­um rík­is­sátta­semj­ara. Formaður VR segir að ljóst hafi verið í gær í hvað stefndi.

Fundurinn stóð því stutt yfir en honum átti að ljúka um hálffjögurleytið í dag. 

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist hafa búist við þeirri atburðarás sem átti sér stað í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. „Við vorum búin að reyna allt og leggja mikið á okkur til þess að reyna að púsla saman einhverri lausn.“

Hann segir að ljóst hafi verið í gær í hvað stefndi og þess vegna var sótt umboð um að slíta viðræðum í gærkvöldi.

mbl.is/Eggert

„Viðsemjendur okkar lýstu yfir árangurslausum viðræðum hér rétt í þessu. Nú fer deilan í annan gír,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, þegar hann gekk af fundi með samninganefnd verkalýðsfélaganna.

„Endatakmarkið hefur ekkert breyst, við þurfum að ná kjarasamningum,“ sagði hann. Halldór Benjamín sagði jafnframt að samninganefnd SA hafi lýst á fundinum mikilvægi þess að stuðla að jafnvægi í hagkerfinu til þess að stuðla meðal annars að vaxtalækkunum og kaupmáttaraukningu.

Tals­menn verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar sögðust í gær ekki bjart­sýn­ir á það að nýtt til­boð kæmi frá SA á fund­in­um í dag og staðfestu þeir all­ir að hafa fengið umboð til þess að slíta viðræðum.

Fréttin hefur verið uppfærð 

Frá upphafi fundarins.
Frá upphafi fundarins. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina