Eins og að ganga inn í aðra veröld

Elín Harpa Héðinsdóttir
Elín Harpa Héðinsdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég ólst upp við mikla tónlist á mínu æskuheimili, pabbi er mjög músíkalskur og hann spilar á mörg hljóðfæri. En ég var alltaf frekar feimin og byrjaði ekki að syngja fyrr en ég var orðin táningur. Þegar ég byrjaði í Versló fór ég alveg á fullt í þetta, tók þátt í öllu sem ég gat í skólanum, öllum söngleikjum og söngkeppnum,“ segir Elín Harpa Héðinsdóttir.

Hún sendi nýlega frá sér lagið Run, sem er fyrsta lag af fyrstu plötu hennar sem væntanleg er seinna á þessu ári. Elín Harpa var aðeins 18 ára þegar hún vann Verslóvælið, undankeppni fyrir Söngvakeppni framhaldsskólanna. Hún fór sem fulltrúi síns skóla í keppnina og lenti í þriðja sæti.

„Ári seinna tók ég þátt í söngvakeppninni The Voice, þá 19 ára, sem var mikið ævintýri. Það var rosalega skemmtilegt að fá þar tækifæri til að koma fram fyrir alþjóð. Vissulega eru skiptar skoðanir á svona raunveruleikaþáttum, en fyrir mig var þetta meiriháttar og rétta fólkið var sannarlega að horfa og hlusta, því ég fékk fullt af tækifærum í kjölfar keppninnar. Þarna kynntist ég ótrúlega mörgu fólki í tónlistarbransanum og myndaði gott tengslanet. Það sem skipti mestu máli fyrir mig var að þarna kynntist ég tónlistarmanninum Barða Jóhannssyni sem var aðstoðarþjálfari í liðinu sem ég var í,“ segir Elín Harpa sem komst í undanúrslit í The Voice.

Sjá viðtal við Elínu Hörpu í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert