Fær 3,6 milljónir vegna fangelsisvistar

Í kjölfar handtökunnar var manninum gert að afplána eftirstöðvar refsingar …
Í kjölfar handtökunnar var manninum gert að afplána eftirstöðvar refsingar sinnar. mbl.is/Þorsteinn Ásgrímsson

Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða karlmanni 3,6 milljónir í miskabætur vegna tólf daga gæsluvarðhalds sem honum var að ósekju gert að sæta og síðan látinn afplána 600 daga af eftirstöðvum fangelsisdóms sem hann hafði áður hlotið.

Stefnandi var handtekinn 6. júlí 2014 og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna, en grunur lék á að hann hefði gerst sekur um tvær líkamsárásir og frelsissviptingu. Þegar maðurinn var handtekinn hafði hann verið á reynslulausn frá júlí 2012 vegna fimm ára fangelsisdóms sem hann hafði hlotið og átti eftir að afplána 600 daga.

Í kjölfar handtökunnar var manninum gert að afplána eftirstöðvar refsingar sinnar, með staðfestum dómi frá Hæstarétti, og lauk hann afplánun í mars 2016, en í millitíðinni var hann sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur manninn af öllum sakargiftum ákæruvaldsins um meintar líkamsárásir og frelsissviptingu.

Maðurinn taldi sig því hafa verið sviptan frelsi að ósekju í tólf daga á meðan gæsluvarðhaldi stóð og síðan í 600 daga til viðbótar og fór fram á rúma 61 milljón í miska- og skaðabætur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert