Fundahöld óháð verkfalli

Senn hefur ríkissáttasemjari mikið á sinni könnu.
Senn hefur ríkissáttasemjari mikið á sinni könnu. mbl.is/Golli

„Verkfallsboðun breytir engu um það að verkefnið er áfram hjá okkur. Við höfum þá lagaskyldu að boða fund innan fjórtán sólarhringa,“ segir Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá embætti ríkissáttasemjara, í samtali við mbl.is, spurð um framhald viðræðna sem formlega slitið var í gær.

Hún segist þó ekki geta upplýst um hvenær sá fundur yrði. „Við verðum í sambandi við aðila og metum stöðuna,“ segir Elísabet.

Starfsgreinasamband Íslands vísaði viðræðum sínum og Samtaka atvinnulífsins til ríkissáttasemjara í gær og Landssamband íslenskra verslunarmanna gerði hið sama í dag.

Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar með þessum félögum enn. Gert er ráð fyrir að það verði boðað til fundar á næstu dögum, upplýsir skrifstofustjórinn, sem segir að nóg verði að gera hjá embættinu á næstunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert