Hætta af óþoli gegn sýklalyfjum

Íslendingar geta átt von á því að sjá ferskt erlent …
Íslendingar geta átt von á því að sjá ferskt erlent kjöt í verslunum. mbl.is/Árni Sæberg

Hreinleiki íslenskrar kjötframleiðslu skapar tækifæri fyrir landbúnað á Íslandi. Heimurinn stendur enda frammi fyrir vaxandi vandamáli vegna ofnotkunar sýklalyfja í landbúnaði. Sú ofnotkun getur jafnvel leitt til dauðsfalla hjá mönnum vegna baktería sem hafa orðið ónæmar fyrir sýklalyfjum.

Þetta segir Lance Price, prófessor við lýðheilsudeild George Washington-háskóla og stjórnandi rannsóknaseturs við skólann sem rannsakar ónæmi gegn sýklalyfjum (ARAC).

Price hélt í gærkvöldi fyrirlestur á Hótel Sögu um þær ógnir sem stafa af sýklalyfjaónæmum bakteríum. Fundurinn var hluti af fundaröð Framsóknarflokksins sem ber yfirskriftina Ísland tækifæranna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Mmorgunblaðinu í dag.

Price segir notkun sýklalyfja í landbúnaði geta leitt til baktería sem eru ónæmar fyrir lyfjunum. Þegar dýrunum sé hrúgað saman, jafnvel svo tugþúsundum skiptir, geti þar reynst gróðrarstía fyrir slíkar bakteríur. Við slátrun geti bakteríurnar borist með kjötinu og í menn við meðhöndlun. Bakteríurnar geti mögulega valdið banvænum sýkingum. Þær séu sérstaklega hættulegar þegar ónæmiskerfið er veikt. Til dæmis þegar fólk er undir álagi. Þá geti salmonella og kampýlóbakter smitast með kjötinu og valdið niðurgangi og veikindum. Um tvær milljónir slíkra tilfella komi upp í Bandaríkjunum á ári hverju.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert