Konan sigursælust

Halldóra Geirharðsdóttir hlaut verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir …
Halldóra Geirharðsdóttir hlaut verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Kona fer í stríð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kona fer í stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar stóð uppi sem sigurvegari á Edduhátíðinni 2019 sem lauk á ellefta tímanum í kvöld. Kvikmyndin hafði verið tilnefnd til 10 verðlauna og vann þau öll, m.a. sem kvikmynd ársins, fyrir leikstjórn, handrit, leikkonu í aðalhlutverki og tónlist.

Eftir því sem mbl.is kemst næst hefur það aðeins einu sinni áður gerst í sögu Edduverðlaunanna að kvikmynd sem tilnefnd er til tíu eða fleiri verðlauna vinni í öllum tilnefndum flokkum, en það var á Edduhátíðinni 2015 þegar Vonarstræti vann til 12 verðlauna.

Ólafur Egilsson og Benedikt Erlingsson, handritshöfundar Kona fer í stríð.
Ólafur Egilsson og Benedikt Erlingsson, handritshöfundar Kona fer í stríð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lof mér að falla, sem tilnefnd var til 12 verðlauna, hlaut næstflest verðlaun eða samtals fern, m.a. fyrir gervi en Kristín Júlla Kristjánsdóttir átti allar þrjár tilnefningar í þeim flokki. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur hlaut þrenn verðlaun.


Kvikmynd ársins
Kona fer í stríð

Leikstjórn
Benedikt Erlingsson fyrir Kona fer í stríð

Handrit
Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson fyrir Kona fer í stríð

Leikkona í aðalhlutverki
Halldóra Geirharðsdóttir fyrir Kona fer í stríð

Leikari í aðalhlutverki
Gísli Örn Garðarsson fyrir Varg

Leikkona í aukahlutverki
Kristín Þóra Haraldsdóttir fyrir Lof mér að falla

Leikari í aukahlutverki
Þorsteinn Bachmann fyrir Lof mér að falla

Kvikmyndataka
Bergsteinn Björgúlfsson fyrir Kona fer í stríð

Klipping
Davíð Alexander Corno fyrir Kona fer í stríð

Leikmynd
Snorri Freyr Hilmarsson fyrir Kona fer í stríð

Búningar
Eva Vala Guðjónsdóttir fyrir Lof mér að falla

Gervi
Kristín Júlla Kristjánsdóttir fyrir Lof mér að falla

Brellur
Cem Olcer, Stephane Vogel og Annabelle Zoellin fyrir Kona fer í stríð

Tónlist
Davíð Þór Jónsson fyrir Kona fer í stríð

Hljóð
Aymeric Devoldere, Francois De Morant, Raphael Sohier og Vincent Cosson fyrir Kona fer í stríð

Barna- og unglingaefni
Lói – þú flýgur aldrei einn

Heimildarmynd
UseLess

Stuttmynd ársins
Nýr dagur í Eyjafirði

Leikið sjónvarpsefni
Mannasiðir

Sjónvarpsmaður ársins
Sigríður Halldórsdóttir fyrir Kveik

Frétta- eða viðtalsþáttur
Kveikur

Menningarþáttur
Fullveldisöldin

Mannlífsþáttur
Líf kviknar

Skemmtiþáttur
Áramótaskaup 2018

Upptöku- eða útsendingastjórn
Björgvin Harðarson fyrir Pál Óskar í Höllinni

Sjónvarpsefni ársins
Kveikur

Heiðursverðlaun
Egill Eðvarðsson

Gísli Örn Garðarsson hlaut verðlaun sem besti aðalleikari fyrir Varg.
Gísli Örn Garðarsson hlaut verðlaun sem besti aðalleikari fyrir Varg. mbl.is/Kristinn Magnússon
Sjónvarpskvikmyndin Mannasiðir var valin besta leikna sjónvarpsefnið á Edduverðlaununum.
Sjónvarpskvikmyndin Mannasiðir var valin besta leikna sjónvarpsefnið á Edduverðlaununum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert