LÍV vísar deilunni til sáttasemjara

Guðbrandur Einarsson er formaður Landsambands íslenzkra verslunarmanna.
Guðbrandur Einarsson er formaður Landsambands íslenzkra verslunarmanna. Ljósmynd/Aðsend

Landssamband íslenskra verslunarmanna hefur í samráði við þau aðildarfélög sín sem sambandið hefur samningsumboð fyrir, tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara.

Í fréttatilkynningu frá LÍV kemur fram að viðræður á milli aðila hafi staðið yfir frá því fyrir áramót, án þess að þær hafi skilað viðunandi niðurstöðu.

„Við teljum í stöðunni eins og hún birtist okkur núna að það þurfi að skerpa á viðræðum og við teljum að það verði ekki gert öðruvísi en að ríkissáttasemjari taki að sér verkstjórn í deilunni á þessum tímapunkti,“ segir Guðbrandur Einarsson, formaður LÍV í samtali við mbl.is.

Tólf verslunarmannafélög og deildir verslunarmanna víðsvegar á landinu með um 35.000 fullgilda félagsmenn eru innan vébanda LÍV. Þeirra á meðal og langstærst er VR, en LÍV hefur þó ekki samningumboð fyrir VR.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert