Safna fyrir leitinni að Jóni

Jón Þröstur Jónsson.
Jón Þröstur Jónsson.

Söfnunarátak fjölskyldu og vina Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf sporlaust í Dublin fyrir 13 dögum, hefur skilað rúmum 5.000 evrum af 10.000 evra markmiði. Síðdegis í gær höfðu alls 103 veitt átakinu lið, sem hófst fyrir þremur dögum.

Enn er hægt að styrkja leitina en átakið er að finna á söfnunarsíðunni gofundme.com, að því er fram kemur í umfjöllun um leitina að Jóni í Morgunblaðinu í dag.

Fjölskyldan hefur staðið fyrir skipulagðri leit að Jóni alla vikuna en ekki haft erindi sem erfiði. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur verið í sambandi við aðstandendur Jóns frá 10. febrúar. Þá hafa sendiherra Íslands í London og ræðismaður Íslands á Írlandi einnig haft milligöngu í samskiptum við yfirvöld á Írlandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert