Sátu fastir um borð vegna hvassviðris

Landgangar flugvallarins eru teknir úr notkun þegar vindhraði fer upp …
Landgangar flugvallarins eru teknir úr notkun þegar vindhraði fer upp í 50 hnúta. mbl.is/Eggert

Um 500 farþegar sátu fastir um borð í þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli um tíma í kvöld vegna hvassviðris, en landgangar flugvallarins eru teknir úr notkun þegar vindhraði fer upp í 50 hnúta, eða um 36 metra á sekúndu, af öryggisástæðum.

Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi Isavia í samtali við mbl.is, en Vísir greindi fyrst frá málinu.

Um var að ræða tvær vélar Easy Jet og vél Finnair og þurftu farþegarnir að bíða um borð í vélunum í um 45 mínútur, en landgangarnir voru teknir aftur í gagnið um klukkan 19:30.

Gul viðvörun er í gildi fyrir allt landið vegna suðvestanstorms sem gengur yfir með snörpum hviðum og rigningu á köflum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert