Vildi upplýsa um veikleika í Mentor

Dagbjört Hákonardóttir, persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar, og fleiri starfsmenn borgarinnar hafa rannsakað ...
Dagbjört Hákonardóttir, persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar, og fleiri starfsmenn borgarinnar hafa rannsakað málið í vikunni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Markmið skráðs notanda skólaupplýsingakerfisins Mentor sem safnaði saman persónuupplýsingum um fjölda barna í leik- og grunnskólum í síðustu viku var að koma áleiðis ábendingu um veikleika í kerfinu en ekki að dreifa upplýsingunum. Umræddum einstaklingi tókst að safna upplýsingum um 422 börn í 96 grunn- og leikskólum víðsvegar um landið, n.t.t. kennitölum og prófílmyndum barnanna. Reykjavíkurborg hefur rannsakað málið í vikunni og tilkynnti um öryggisbrestinn til persónuverndar í gær.

Í 179 tilfellanna var um að ræða börn í grunn- eða leikskólum í Reykjavík. Nánari athugun leiddi í ljós að 160 nemendur urðu fyrir áhrifum enda var um tvítekningar að ræða í vissum tilfellum, þ.e. þegar viðkomandi börn höfðu skipt um skóla.

Sendu bréf til allra foreldra í skólum borgarinnar

Dagbjört Hákonardóttir, persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar, sendi skólastjórnendum í öllum grunn- og leikskólum borgarinnar bréf vegna málsins í byrjun vikunnar og óskaði þess að það yrði áframsent til allra foreldra- og forsjáraðila sem ættu þar börn. Annað bréf verður sérstaklega sent foreldrum þeirra barna sem getið var í gögnunum á mánudag, en bréfið er nú í þýðingu. Þá á Reykjavíkurborg í samstarfi við önnur sveitarfélög þar sem viðbrögð við málinu hafa verið sambærileg. Fyrirtækið InfoMentor er rekstraraðili Mentor-kerfisins.

160 börn í skólum í Reykjavík urðu fyrir áhrifum af ...
160 börn í skólum í Reykjavík urðu fyrir áhrifum af öryggisbrestinum, en 422 nemendur í 96 skólum á landsvísu voru í þeim gögnum sem safnað var úr Mentor.

„Við höfum varið vikunni í að framkvæma rannsókn á málinu og lagt áherslu á að vera í virkum samskiptum við foreldra. Við fengum ekki endanlega tilkynnt um umfang brestsins fyrr en á mánudag frá InfoMentor, sem er vinnsluaðili [persónuupplýsinga skv. persónuverndarlögum] í málinu. Sem ábyrgðaraðilar í skilningi persónuverndarlaga erum við ábyrg fyrir því að tilkynna þetta til persónuverndar. Fyrst tilkynntum við um brestinn á laugardagskvöldið þegar okkur var fyrst gert viðvart um hluta brestsins. Klukkan fjögur á mánudag fengum við síðan upplýsingar um heildarumfangið,“ segir Dagbjört, en endanleg tilkynning var send persónuvernd í gær auk viðbótarupplýsinga um umfang gallans.

Hefur borist á annað hundrað fyrirspurnir

„Við settum í forgang að skrifa tilkynningu til allra foreldra og skóla í Reykjavík sem nota Mentor-kerfið um að bresturinn hefði átt sér stað. Þessi tilkynning var líka send til skóla sem bresturinn náði ekki til því okkur fannst mikilvægt að allir vissu að þetta hefði átt sér stað,“ segir Dagbjört, en skólunum, foreldrum- og forsjáraðilum var boðið að vera í sambandi við persónuverndarfulltrúa borgarinnar vegna málsins. Dagbjörtu hafa nú borist á annað hundrað fyrirspurnir og hefur þeim öllum verið svarað að hennar sögn.

Í tilkynningunni kemur fram að veikleika kerfisins hafi verið eytt og öryggi kerfisins tryggt. Jafnframt segir að sannreynt hafi verið að ekki hafi um neinar aðrar upplýsingar verið að ræða en kennitölu og forsíðumynd viðkomandi nemenda, ekki hafi verið hæft að nálgast aðrar upplýsingar eða breyta þeim. Þá hafi engin lykilorð verið í hættu.

Spurð hvort minnsti möguleiki sé á því að frekari upplýsingar hafi lekið út úr kerfinu segir Dagbjört að Reykjavíkurborg hafi engar forsendur til þess að ætla annað en að frásögn InfoMentor sé rétt.

Einstaklingurinn vildi upplýsa um galla á kerfinu

Strax í viðtali við forstjóra InfoMentor í síðustu viku kom fram að ekki væri ástæða til að ætla að upplýsingasöfnunin hefði verið í annarlegum tilgangi. Snemma tókst að nafngreina þann einstakling sem stóð að henni og hefur viðkomandi nú undirritað yfirlýsingu þess efnis að athæfið verið gert í þeim tilgangi að finna veikleika á kerfinu, upplýsa InfoMentor um hann og reyna á kerfið, en ekki að dreifa upplýsingunum.

Einstaklingurinn sem um ræðir mun hafa komið upplýsingum um brestinn áleiðis til upplýsingafyrirtækisins Syndis í formi textaskrár með kennitölum úr Mentor. InfoMentor var í framhaldinu upplýst um brestinn, á fimmtudag í síðustu viku.

Tilvikið eigi erindi á borð lögreglu

Dagbjört segir Reykjavíkurborg ekki hafa ástæðu til að vefengja að athæfið hafi verið framkvæmt í þeim tilgangi að finna veikleika á kerfinu. „Oft er ráðist á veikleika kerfa af hálfu þriðja aðila í þeim tilgangi jafnvel að bæta kerfin. Þetta er þekkt innan tækniheimsins,“ segir Dagbjört.  

„Samt sem áður höfum við komið því á framfæri við InfoMentor að okkur finnist tilvik sem þessi eiga heima hjá til þess bærum yfirvöldum, þ.e.a.s. lögreglu. Ég veit að InfoMentor hefur brugðist við ráðleggingum Reykjavíkurborgar og verið í samskiptum við netöryggissveit lögreglu. Hvort kæra verður lögð fram er í þeirra höndum, en við höfum óskað fregna um það hver niðurstaðan verður af því mati,“ segir hún.

Notandi Mentor sem safnaði saman upplýsingum um börnin vildi sýna ...
Notandi Mentor sem safnaði saman upplýsingum um börnin vildi sýna fram á veikleika í kerfinu, en ekki dreifa upplýsingum úr því. mbl.is/Hanna

„Þetta breytir því þó ekki að þetta er mjög óþægilegt fyrir Reykjavíkurborg sem og önnur sveitarfélög, nemendur sem verða fyrir þessu, foreldra og forsjáraðila. Það er okkar persónuverndarfulltrúanna að tryggja að svona endurtaki sig ekki,“ segir Dagbjört

Málið á borði persónuverndar

Spurð um frekari rannsókn á málinu og næstu skref segir hún að nú sé málið á borði persónuverndar.

„Fyrstu viðbrögð í öryggisbrestum sem þessum eru að tryggja upplýsingaflæði og tryggja að öllum hlutaðeigandi sé haldið upplýstum. Það hefur verið í forgangi hjá okkar teymi. Það sem er næst á dagskrá er að eiga samráð um það sem orðið hefur og við erum samstíga í samskiptum persónuvernd. Það hefur ekki enn verið tekin ákvörðun um leiðir og aðferðir við að tryggja það að sambærilegt geti ekki endurtekið sig,“ segir Dagbjört, en næstu skref í málinu verða tekin í næstu viku.

mbl.is

Innlent »

Stundum leynast merki í töluboxi

22:25 „Kúnstin við að safna er alltaf sú sama, að afmarka sig með einhverjum hætti. Annars tapast yfirsýnin. Áhuginn hverfur oft líka ef fólk afmarkar sig ekki, því þá er ekki hægt að dýpka sig í neinu,“ segir Eiríkur Jón Líndal, formaður Myntsafnarafélags Íslands, en það fagnar 50 ára afmæli nú um helgina með stórsýningu. Meira »

Komu í leitirnar nær þrjátíu árum seinna

22:10 Stundum getur raunveruleikinn reynst ótrúlegri en nokkur lygasaga. Það upplifðu þeir félagar Þorfinnur Sigurgeirsson, grafískur hönnuður og myndlistarmaður, og Magnús Valur Pálsson, grafískur hönnuður og kennari, nú í vikunni, en þá hafði Þorfinnur samband við Magnús eftir að hafa fengið skilaboð frá ókunnugri konu á Facebook. Meira »

Verkfallsvarsla verður efld til muna

21:55 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það „svívirðilegt“ að fólk hafi sýnt einbeittan brotavilja þegar kemur að verkfallsbrotum. Hún vill efla verkfallsvörslu til muna í næstu viku þegar næstu tvö verkföll eru fyrirhuguð. Meira »

Á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig

21:28 Það er á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig að meta hvort það geti krafist þess að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

Foktjón og fastir bílar víða um land

20:54 Kalla þurfti til björgunarsveitir á Reyðarfirði í kvöld vegna fjúkandi þakplatna og brotinna rúða, en aftakaveður er á svæðinu líkt og víðast hvar á landinu. Á milli 70 og 80 björgunarsveitarmenn hafa sinnt útköllum það sem af er degi. Meira »

Tveir Íslendingar hlutu 100 þúsund

20:43 Tveir Íslendingar hlutu annan vinning í Jóker í útdrætti Eurojackpot í kvöld og fær hvor um sig 100 þúsund krónur í sinn hlut. Meira »

Ástand sem getur ekki varað lengur

20:05 Dagurinn hefur verið ákaflega annasamur að sögn formanns FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center Hotels. „Við erum búin að ljúka herbergjunum, þannig að nú eru veitingastaðirnir eftir,“ segir hann og kveðst vera á leiðinni í uppvaskið. Meira »

Skilti leyfð á afmörkuðu svæði

19:59 Skilti og útstillingar fyrirtækja á Laugavegi mega vera á afmörkuðum stöðum. Annað hvort við framhlið byggingar eða á svokölluðu millisvæði en aldrei á göngusvæði. Reglur um afnot af borgarlandinu vegna skilta og útstillinga voru samþykktar í febrúar 2017. Meira »

Seinkunin algert aukaatriði

19:20 „Við erum í skýjunum með það hversu vel þetta heppnaðist. Það má segja að allt hafi gengið eftir áætlun þrátt fyrir smá seinkun,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, um skorstein Sementsverksmiðjunnar sem jafnaður var við jörðu í dag. Meira »

Krefst endurupptöku á máli Zainab

18:37 Lögmaður fjölskyldu Zainab Safari hefur farið fram á endurupptöku máls fjölskyldunnar hjá kærunefnd útlendingamála á grundvelli breyttra aðstæðna. Í samtali við mbl.is segir Magnús Norðdahl að atburðir dagsins hafi sýnt það svart á hvítu hversu sterk tengsl fjölskyldan hefði myndað hér á landi. Meira »

Þarf að greiða Guðmundi 1,2 milljónir

18:21 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjaness og dæmt blaðamanninn Atla Má Gylfason fyrir meiðyrði í garð Guðmundar Spartakusar Ómarssonar og til að greiða honum 1,2 milljónir króna í miskabætur. Meira »

Greiðsla úr sjóði háð þátttöku fólks

18:10 Á heimasíðu Eflingar kemur meðal annars fram að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku viðkomandi í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

50 björgunarsveitarmenn sinnt útköllum

17:56 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar til vegna bíla sem sem fastir eru í ófærð á Hellisheiði og í Þrengslum á sjötta tímanum í dag, en fyrir voru þar hópar björgunarsveita sem manna lokanir á Hellisheiði, Þrengslum og Lyngdalsheiði. Meira »

Þórður hlaut blaðamannaverðlaun ársins

17:36 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hlaut blaðamannaverðlaun ársins 2018 fyrir bókina Kaupthinking.  Meira »

Landsréttur sneri við nauðgunardómi

17:30 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknað karlmann af ákæru um kynferðisbrot gagnvart konu.  Meira »

Freyju mismunað vegna fötlunar

17:11 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaða dómsins að Freyju, fyrrverandi varaþingmanni Bjartrar framtíðar, hafi verið mismunað vegna fötlunar. Meira »

Minni snjókoma en spáð var

16:37 Snjókoman á höfuðborgarsvæðinu það sem eftir lifir dags verður líkast til mun minni er veðurspár gerðu ráð fyrir í gær.  Meira »

Fall skorsteinsins séð úr lofti

15:53 Fjölmargir fylgdust með þegar skorsteinn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi féll í dag. Sprengingin var tilkomumikil og mbl.is var á staðnum og myndaði úr lofti. Meira »

Aftur í Karphúsið á mánudaginn

15:28 Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari hefur boðað til næsta fundar í kjaradeilu Eflingar, VR, VLFA, LÍV, Framsýnar, VLFG við Samtök atvinnulífsins, en hann fer fram á mánudaginn kl. 10. Helgin verður nýtt til undirbúnings hjá deiluaðilum, segir ríkissáttasemjari. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...