Að lifa eins og fólk langaði sjálft til

Lausamenn tóku eigin hagsmuni, vilja eða hamingju fram yfir hlýðni …
Lausamenn tóku eigin hagsmuni, vilja eða hamingju fram yfir hlýðni við boðorð laganna. Teikning eftir Rembrandt af lausamönnum.

Elstu heimildir þar sem búlausir eru skyldaðir í vist hjá bændum og þurfa að vinna fyrir þá, eru frá fimmtándu öld. Það er túlkunaratriði hvenær vistarbandið var lagt af, seinnitímamörkin eru 1907, en það tíðkaðist áfram fram eftir tuttugustu öld að fólk réði sig sem vinnuhjú,“ segir Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur.

Hann ætlar á mánudag að spjalla um vinnuhjú og vistarband í bókasafninu í Spönginni í Reykjavík og byggir það spjall á bók sinni Sjálfstætt fólk. Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld.

„Þeir sem höfðu náð ákveðnum aldri, 16-18 ára og höfðu ekki forræði yfir búi, voru skyldugir til að ráða sig í vist hjá búandi fólki. Fólk gat þó keypt sig undan vistarskyldu ef það átti eignir eða hafði tekjur af einhverju. Ef einhver hafði til dæmis lært til smiðs og gat séð fyrir sér sem smiður gat viðkomandi sótt um leyfi hjá sýslumanni til að starfa sem slíkur, og þurfti þá ekki að reka bú eða ráða sig í vist.“

Sjá viðtal við Vilhelm í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert