Aðalfundi Íslandspósts frestað

Boðað var til fundarins í upphafi mánaðar en tilkynnt um …
Boðað var til fundarins í upphafi mánaðar en tilkynnt um frestun hans á fimmtudag. mbl.is/Eggert

Aðalfundi Íslandspósts, sem fara átti fram í gær, var frestað um ótilgreindan tíma að beiðni handhafa hlutabréfa félagsins: fjármálaráðherra. Þar átti meðal annars að birta ársskýrslu, þar sem fram koma breytingar á kaupi og kjörum stjórnenda félagsins. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Í svari vegna fyrirspurnar segir Íslandspóstur að stefnt sé að því að halda hluthafafund áður en aðalfundur fer fram, en ekki er tekið fram hvers vegna þessi ákvörðun var tekin.

Boðað var til fundarins í upphafi mánaðar, en undanfarin ár hefur aðalfundur verið haldinn síðasta föstudag í febrúar. Samkvæmt samþykktum Íslandspósts skal ekki halda aðalfund síðar en í lok júlí.

mbl.is