Atvinnumaður í Reykjavík

Helena Sverrisdóttir var ekki búin að vera lengi í Val …
Helena Sverrisdóttir var ekki búin að vera lengi í Val þegar fyrsti bikar kvenna í körfubolta kom í hús um liðna helgi. Rax / Ragnar Axelsson

Helena Sverrisdóttir, fremsta körfuboltakona landsins um langt árabil, hefur ekki fundið fyrir því að minni kröfur séu gerðar til kvenna en karla í körfubolta. „Mér finnst við hafa sömu tækifærin og strákarnir. Sumar stelpur hætta reyndar keppni eftir barnsburð en það er auðvitað einstaklingsbundið. Sjálf var ég alltaf staðráðin í að halda áfram. Viðhorf til þess að stelpur geri íþróttir að atvinnu sinni hefur breyst mikið á skömmum tíma, þökk sé öllum fótbolta-, handbolta- og crossfitstelpunum sem hafa náð langt. Að mínu mati er ekkert því til fyrirstöðu að atvinnumönnum í körfubolta fjölgi líka jafnt og þétt,“ segir Helena í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins.  

Sjálf nýtur hún þess að vera atvinnumaður í Reykjavík, hjá Val. „Það er frábært að hafa tækifæri til þess enda sá maður það ekki fyrir sér fyrir einhverjum árum.“

Að sögn Helenu geta erlendu leikmennirnir í deildinni alfarið einbeitt sér að spilamennskunni, þeirra á meðal tveir í Val, en henni er ekki kunnugt um aðra íslenska atvinnumenn í kvennaflokki. „Stelpurnar eru auðvitað á samningi en þurfa að vinna með eða eru í skóla.“ 
En mjór er mikils vísir og hver veit hvað framtíðin felur í sér. 

Spurð hvort draumurinn um að leika aftur í útlöndum blundi ennþá í henni svarar Helena: „Við erum brennd eftir þetta síðasta ævintýri, svo ég segi það bara alveg eins og er. Þetta lið átti að vera af háum standard en annað kom á daginn. Ég er orðin þrítug og komin með fjölskyldu þannig að líkurnar á því að maður rífi sig upp og flytji út fara minnkandi. Það þyrfti alla vega að vera mjög stórt tækifæri til þess að maður myndi íhuga það. Það er ólíklegt að ég leiki aftur erlendis en aldrei að segja aldrei. Það hefur reynslan kennt mér.“

Ítarlega er rætt við Helenu í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Helena fagnar bikarnum með dóttur sinni, Elínu Hildi Finnsdóttur, og …
Helena fagnar bikarnum með dóttur sinni, Elínu Hildi Finnsdóttur, og systur, Guðbjörgu Sverrisdóttur. Eggert Jóhannesson
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Loka