HÍ brautskráir 444 í dag

Athöfnin fer fram í Háskólabíói kl. 13 í dag.
Athöfnin fer fram í Háskólabíói kl. 13 í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Háskóli Íslands brautskráir 444 kandídata, 313 konur og 131 karl, úr grunn- og framhaldsnámi við hátíðlega athöfn í Háskólabíói klukkan 13 í dag. Athöfnin hefst að venju með ávarpi Jóns Atla Benediktssonar rektors og í kjölfarið fer fram brautskráning nemenda úr deildum allra fimm fræðasviða háskólans.

Í dag taka 180 kandídatar á Félagsvísindasviði við brautskráningarskírteini sínu, 42 frá Heilbrigðisvísindasviði, 73 frá Hugvísindasviði, 69 frá Menntavísindasviði og 80 frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert