Í vinsælasta spjallþætti á Írlandi

Bræður Jóns Þrastar Jónssonar voru meðal viðmælenda rótgróna spjallþáttarins The …
Bræður Jóns Þrastar Jónssonar voru meðal viðmælenda rótgróna spjallþáttarins The Late Late Show í írska ríkissjónvarpinu í gær. Ljósmynd/Skjáskot af Youtube.

„Okkur gæti vantað aðeins eina vísbendingu til að finna bróður okkar,“ sagði Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar Jónssonar, í viðtali í einum rótgrónasta spjallþætti í Írlandi í gærkvöld.

Þar voru hann og bróðir hans Daníel Örn Wiium teknir tali. Þeir biðluðu til Dyflinnarbúa að senda inn allar hugsanlegar ábendingar, eftir að hafa farið yfir leitarferlið með þáttarstjórnanda.

The Late Late Show heitir þátturinn. Hann er annar langlífasti „late-night“-þáttur í heimi, á eftir bandaríska The Tonight Show, og hefur verið í útsendingu frá árinu 1962. Spjallþátturinn er rótgróið menningarfyrirbæri í Írlandi og er sýndur á besta tíma á föstudagskvöldum á ríkismiðlinum, RTÉ.

Þeir fengu fimm mínútna viðtal, sem gera má ráð fyrir að gríðarlegur fjöldi manna hafi séð. Í dag ráðast þeir í umfangsmestu stöku leit hingað til í Dublin.

Sjón kvað sögu ríkari:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert