Kiddi klaufi langvinsælastur

Vinsældir Kidda klaufa má helst rekja til útlána til skólabarna …
Vinsældir Kidda klaufa má helst rekja til útlána til skólabarna í grunnskólum landsins. mbl.is/Styrmir Kári

Dagbækur Kidda klaufa verma níu efstu sætin yfir vinsælustu bókasafnsbækurnar fyrir árið 2018, en listar yfir vinsælustu eða mest lánuðu titla í aðildarbókasöfnum Gegnis hafa nú verið gerðir aðgengilegir á vefsíðu Landskerfis bókasafna.

Vinsældir Kidda klaufa má helst rekja til útlána til skólabarna í grunnskólum landsins, en bókin Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi er efst á vinsældarlista almenningsbókasafna annað árið í röð.

Það er stefna Landskerfis bókasafna að topplistar útlána séu í stöðugri endurskoðun og þróun, en á vefnum er meðal annars hægt að skoða breytingar í útlánum eftir ársfjórðungi og landshlutum.

Jeff Kinney, höfundur bókanna um Kidda klaufa.
Jeff Kinney, höfundur bókanna um Kidda klaufa. mbl.is/Einar Falur

Þess má geta að árið 2018 var Dalalíf vinsælasta fullorðinsbók almenningsbókasafna á höfuðborgarsvæðinu, en á Austurlandi var það Þorsti eftir Jo Nesbø, á Norðurlandi var það Mistur eftir Ragnar Jónsson, á Vesturlandi og Vestfjörðum var það Syndafallið eftir Mikael Torfason og á Suðurnesjum og Suðurlandi var það Myrkrið veit eftir Arnald Indriðason.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert