Krapaflóð á Eskifirði

Tvö krapaflóð féllu í Hólmatindi á Eskifirði í dag en hellirigning var á Austfjörðum í morgun og fram eftir hádegi. Sóley Gísladóttir, íbúi á Eskifirði, náði myndskeiði af öðru flóðinu sem stöðvaðist rétt fyrir ofan þjóðveginn.

Sérfræðingur á skriðudeild Veðurstofu Íslands sagði að krapaflóðin hefðu fallið í leysingunum og rigningunni fyrr í dag. 

Flóðið stöðvaðist rétt fyrir ofan þjóðveginn en eins og sjá má á myndskeiðinu eru bílar á ferð þar þegar krapinn rennur niður fjallið.

Stytt hefur upp á Austfjörðum og veður fer kólnandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert