Öflugur skjálfti í Bárðarbungu

Bárðarbunga.
Bárðarbunga. mbl.is/Þórður

Jarðskjálfti af stærðinni 4,2 mældist klukkan 21.23 í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni. Þetta er stærsti skjálfti á þessum stað frá áramótum. 

Smærri skjálfti varð nokkrum mínútum fyrr, eða kl. 21:17, hann var 2,7 að stærð. Síðan hefur verið rólegt á svæðinu.

Þann 28. desember varð skjálfti af stærðinni 4,8 á svipuðum slóðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert