„Sem mest tjón á sem skemmstum tíma“

Fyrirhugað er verkfall meðal þeirra sem sinna þrifum og frágangi ...
Fyrirhugað er verkfall meðal þeirra sem sinna þrifum og frágangi á hótelum í Reykjavík og nærliggjandi sveitarfélögum. Það eru mest konur, sem fást við slíkt, og fyrsta verkfallið er á alþjóðlegum degi kvenna, 8. mars. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er einfaldlega rangt, að kjörin hjá þeim félagsmönnum Eflingar sem starfa í ferðaþjónustunni séu eitthvað verri en hjá öðrum félagsmönnum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í samtali við mbl.is.

Hann segir að þannig sé „bara ein ástæða fyrir því að ferðaþjónustan sé skotspónn þessara aðgerða: „Þar er hægt að valda sem mestu tjóni á sem skemmstum tíma.“

Fyrirhugað er verkfall í þrifum og frágangi á hótelum í Reykjavík og nærliggjandi sveitarfélögum 8. mars. Kosning um það hefst á mánudaginn, á meðal 7-8.000 félagsmanna Eflingar.

Jóhannes segir ekki í höndum Samtaka ferðaþjónustunnar að afstýra „þessu plani sem þarna er komið í gang,“ heldur sé það sem geti afstýrt þessu, „að menn sjái að sér og setjist við samningaborðið“. Verkfallsaðgerðir fyrirhugaðar gangi þvert á það markmið að ná samningum.

Óvissa fæli stóra viðskiptavini

Jóhannes segir að fréttir af fyrirhuguðum verkföllum spyrjist mjög hratt út. Hvers konar vandræði við bókanir eða uppfyllingu þeirra geti valdið því að fyrirtæki sem hugsi sér að koma hingað fari alvarlega að velta því fyrir sér hvort áhættan sé of mikil.

„Nú stendur bókunartímabilið fyrir sumarið sem hæst og ef menn sjá fyrir sér að eitthvað svona standi fram á vor, þá veldur það miklu vantrausti á greinina hér á landi,“ segir hann.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hann segir að erlendar ferðaskrifstofur hafi bókaðar svonefndar blokkir hjá t.d. hótelum eða afþreyingarfyrirtækjum þannig að til reiðu sé pöntun fyrir hóp. Þessar blokkir eru þó óstaðfestar þar til nær dregur og ef menn frétta af verkföllum geti það gerst að þeir hætti við þegar þar að kemur.

Þannig hefur þetta að sögn Jóhannesar strax áhrif. Ferðaheildsala, stórar ferðaskrifstofur og fyrirtæki sem eru að koma hingað með hópa séu ekki ólíkleg til þess að hugsa sig betur um ef horfur eru á þá leið að ekki verði unnt að veita þá þjónustu sem samið er um, sökum verkfalla.

„Árás á samfélagið í heild sinni“

Jóhannes segir að svona aðgerðir hafi gríðarleg áhrif á alla ferðaþjónustuna, því hún sé mjög samtvinnuð atvinnugrein og að þetta valdi óvissu í henni gervallri.

„Árásir á ferðaþjónustuna eru árásir á samfélagið í heild sinni,“ segir Jóhannes. „Mikilvægi þessarar greinar í efnahagslífinu gerir það að verkum að tjón ferðaþjónustufyrirtækja er ekki bara tjón fyrirtækja sem slíkra heldur alls samfélagsins.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kom í veg fyrir slys með snarræði

11:51 Aðgerðir standa enn yfir á Hellisheiði þar sem olíuflutningabifreið fór út af veginum um kl. 9 í morgun. Vegagerðin ákvað að loka Hellisheiði til austurs á meðan slökkvilið og aðrir vibragðsaðilar athafna sig á vettvangi. Ökumaður flutningabílsins kom í veg fyrir slys með því að bregðast hratt við. Meira »

Tillögur greiði fyrir kjarasamningum

11:24 „Við höfum áfram haft í óformlegum samræðum við verkalýðshreyfinguna og atvinnurekendur og viljum, og það auðvitað birtist í fjármálaáætluninni, skýrar fyrirætlanir okkar um aðgerðir sem við hugsum til þess að greiða fyrir kjarasamningum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í morgun. Meira »

Olíuflutningarbíll út af á Hellisheiði

09:53 Olíuflutningarbíll á vegum Skeljungs fór út af á Hellisheiði í rétt fyrir klukkan 9 í morgun. Engin slys urðu á fólki né leki frá bílnum en um borð eru 40.000 lítrar af olíu sem ætlað var til dreifingar á Suðurlandi. Meira »

Eldvarnir teknar fastari tökum

09:44 „Stórbrunar sem við lentum í við Miðhraun í Garðabæ og Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í fyrra ýttu rækilega við okkur varðandi eldvarnir. Þessir eldsvoðar voru af þeirri stærðargráðu að við réðum hreinlega ekki við þá. Ég var orðinn hræddur um öryggi minna manna og það er ískyggilegt,“ sagði slökkviliðsstjóri SHS. Meira »

Íbúðir á Kirkjusandi í sölu í vor

08:55 Fyrstu íbúðirnar í nýju hverfi á Kirkjusandi fara í sölu í vor. Stefnt er að afhendingu fyrstu íbúða um næstu áramót.   Meira »

Allskörp hlýnun í vændum

08:15 Það verður vestlæg átt á landinu í dag og allvíða dálítil él en bjartviðri suðaustanlands. Hiti verður nálægt frostmarki að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Katrín gestur Þingvalla

08:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður gestur í þjóðmálaþættinum Þingvöllum en þátturinn er í beinni útsendingu kl. 10 á K100 og hér á mbl.is. Meira »

Nokkrir í haldi lögreglu

07:28 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast á næturvaktinni. Nokkrir hafa verið handteknir og vistaðir í fangageymslum lögreglu. Þar á meðal maður sem er grunaður um að hafa beitt opinberan starfsmann ofbeldi á heilbrigðisstofnun í gærkvöldi. Meira »

Sigurjón Bragi Kokkur ársins

06:30 Sigurjón Bragi Geirsson, matreiðslumaður hjá Garra heildverslun og þjálfari íslenska Kokkalandsliðsins, sigraði í keppninni Kokkur ársins 2019, sem fór fram í Hörpu í gærkvöldi. Meira »

Ókeypis og án aukaverkana

Í gær, 20:35 Laufey Steindórsdóttir var í krefjandi starfi sem gjörgæsluhjúkrunarfræðingur þegar hún örmagnaðist á líkama og sál. Lífið gjörbreyttist eftir að hún kynntist jóga og hugleiðslu. Nú vinnur hún hörðum höndum að því að breiða út boðskapinn. Meira »

Kokkur ársins í beinni útsendingu

Í gær, 19:56 Nýr kokkur ársins verður krýndur í kvöld í Hörpu þar sem keppnin Kokkur ársins fer nú fram. Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér á mbl.is. Meira »

Tveir með annan vinning í Lottó

Í gær, 19:37 Tveir spilarar voru með annan vinning í lottóútdrætti kvöldsins og hlýtur hvor um sig 159 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Prinsinum í Hraunbæ og á Lotto.is. Meira »

Þórdís vill taka á kennitöluflakki

Í gær, 18:36 Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram lagafrumvarp sem ætlað er að stemma stigu við misnotkun á hlutafélagaforminu og er þar kennitöluflakk í atvinnurekstri fyrst og fremst undir. Í því er að finna tillögur um að hægt verði að úrskurða einstaklinga í atvinnurekstrarbann í allt að þrjú ár með dómi. Meira »

Ráðherra settist við saumavélina

Í gær, 17:55 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, var liðtækur á Umhverfisdegi Kvenfélagasambands Íslands í dag þar sem áhersla var lögð á fatasóun. Meira »

Leita að betra hráefni í fiskafóður

Í gær, 17:25 Lirfur sem éta afganga frá matvælaframleiðslu og sveppir sem nærast á hliðarafurðum úr skógrækt gætu verið framtíðin í fóðrun eldisfisks. Meira »

„Ríkisstjórnin í spennitreyju“

Í gær, 17:20 „Við erum bara að lesa þetta núna en okkur sýnist fátt vera nýtt nema kannski það að það er að koma í ljós það sem fjármálaráð varaði við, að ríkisstjórnin er komin í spennitreyju og hún þarf að grípa til niðurskurðarhnífsins,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Meira »

Metþátttaka í stærðfræðikeppni

Í gær, 17:15 Úrslitakeppni Pangea stærðfræðikeppninnar fór fram í dag, en þar öttu kappi 86 nemendur sem komist höfðu í gegn um fyrstu tvær umferðir keppninnar. Meira »

Fæðingarorlof lengt í 12 mánuði

Í gær, 16:48 Félags- og barnamálaráðherra hyggst setja af stað vinnu við heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof í samráði við hagsmunaaðila. Þetta kynnti hann á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi og sagði vel við hæfi enda verða liðin 20 ár frá gildistöku laganna árið 2020. Samhliða þessu er stefnt að því að fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði. Meira »

Kokkar keppa í Hörpu

Í gær, 16:38 Keppnin Kokkur ársins 2019 fer nú fram í Hörpu og stendur hún fram á kvöld, eða þegar nýr kokkur ársins verður krýndur þar um kl 23 í kvöld. Meira »