Verða opnar áfram

Verslanir Toys’R’Us á Íslandi verða opnar áfram.
Verslanir Toys’R’Us á Íslandi verða opnar áfram. mbl.is/Árni Sæberg

„Það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Sigurður Þorgeir Jónasson, verslunarstjóri Toys'R'Us á Smáratorgi, þegar hann er spurður um framtíð verslananna hér á landi.

Eins og kunnugt er var Top-Toy, danskt móðurfélag leikfangakeðjunnar Toys'R'Us hér á landi og annars staðar á Norðurlöndunum, úrskurðað gjaldþrota milli jóla og nýars. Síðan þá hefur verið óvissa um framtíð verslananna hér. Í upphafi árs var tilkynnt að verslanirnar yrðu opnar út janúarmánuð hið minnsta og viðskiptavinir hvattir til að nýta gjafakort meðan kostur væri á.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinuí dag segir Sigurður Þorgeir að tíðinda sé að vænta í næstu viku. „Þá verður gefin út smá yfirlýsing. Við erum ekki að fara að loka. Meira get ég ekki sagt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert