Verðið lægra en gengur og gerist

Austurhlíð 10. Alls verða 60 íbúðir í þremur 4-5 hæða …
Austurhlíð 10. Alls verða 60 íbúðir í þremur 4-5 hæða húsum og fermetraverð um 550 þúsund krónur að meðaltali. Tölvumynd/Arkþing

Af þeim 60 íbúðum sem byggingarsamvinnufélag Samtaka aldraðra byggir nú í Austurhlíð 10 í Reykjavík, í grennd við Kennaraháskólann, eru 53 seldar, en íbúðirnar verða afhentar um mitt ár 2021. Þetta eru fyrstu íbúðirnar sem félagið byggir sjálft síðan skömmu eftir hrun, eða í áratug.

Magnús Björn Brynjólfsson, formaður Samtaka aldraðra, að greinilegur áhugi sé á byggingum sem þessum, en um óhagnaðardrifna framkvæmd sé að ræða.

„Verð á íbúðunum hjá okkur er lægra en gengur og gerist,“ segir Magnús í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag. „Meðalverð á fermetra í íbúðunum við Austurhlíð er í kringum 550 þúsund krónur, en í miðborginni er ekki óalengt að verð á fermetra fari yfir 900 þúsund krónur. Áhuginn á verkefninu sýnir að það er þörf á þessu og fólk vill eyða aurunum sínum í hlutina eins og þeir kosta.“

Við Austurhlíð 10 eiga að rísa þrjú hús, 4-5 hæða. Íbúðirnar verða 80-120 fermetrar að stærð og kosta á bilinu 45-65 milljónir króna. Ein lyfta verður í hverju stigahúsi og bílageymslu fyrir samtals 60 bíla. Ein húsvarðaríbúð fylgir íbúðunum sextíu og sameiginlegur um 150 fermetra salur verður til afnota fyrir íbúa. Magnús segir staðsetninguna miðsvæðis, húsin standi hátt og rétt handan við hornið sé þjónustumiðstöð á vegum borgarinnar í Bólstaðarhlíð 43.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert