Slökkt á ofni í kísilveri PCC á Bakka

Vegna þessa kemur reykur frá verksmiðjunni og lyktar getur orðið …
Vegna þessa kemur reykur frá verksmiðjunni og lyktar getur orðið vart. mbl.is/​Hari

Slökkva þurfti á ofni 1 í kísilveri PCC á Bakka fyrr í dag vegna þess að reykhreinsivirki hans var farið að stíflast. Verið er að skoða hvort einnig verð slökkt á ofni 2. Þetta staðfestir Jökull Gunnarsson, forstjóri PCC Bakka, í samtali við mbl.is.

Í tilkynningu frá PCC Bakka segir að ofnarnir hafi báðir verið á fullu afli undanfarna daga og framleitt kísilmálm í góðum gæðum, en að hnökrar séu komnir upp.

Vegna þessa kemur reykur frá verksmiðjunni og lyktar getur orðið vart. Jökull segir þó að í sunnanáttinni ættu lykt og reykur ekki að berast til Húsavíkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert