Slökkt á bæði Boga og Birtu

Sílikonverskmiðjan á Bakka.
Sílikonverskmiðjan á Bakka. mbl.is/​Hari

Slökkt var á báðum ofnum í kísilveri PCC á Bakka í gær, þar sem reykhreinsivirki þeirra voru farin að stíflast.

Var unnið fram á kvöld við að losa stíflur og þurfti samkvæmt tilkynningu á facebook-síðu fyrirtækisins í gærkvöldi að slökkva á svonefndri ID viftu, sem aftur leiddi til þess að það þurfti að opna neyðarskorsteina.

Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér fyrr um daginn kom fram að báðir ofnar hefðu verið á fullu afli undanfarna daga og framleitt kísilmálm í miklum gæðum. Hins vegar hefðu hnökrar komið upp, þar sem reykhreinsivirkið var farið að stíflast.

Þurfti því að slökkva á ofni 1, sem gengur undir nafninu Birta, og opna neyðarskorsteina. Var þá þegar talið líklegt að slökkva þyrfti einnig á ofni 2, sem nefnist Bogi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert