Þrjátíu ár frá sigrinum í Frakklandi

Sigrinum fagnað í Frakklandi.
Sigrinum fagnað í Frakklandi.

Í dag eru þrjátíu ár síðan Ísland sigraði Pólland í úrslitaleik B-heimsmeistarakeppninnar í handknattleik karla í Frakklandi.

Þetta var fyrsti stóri sigur landsliðsins í alþjóðlegri keppni en mörg sterkustu lið heims voru með í keppninni, að því er fram kemur í upprifjun um sigurinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

„Við getum litið til baka með stolti vegna þess handbolta sem við lékum á þessu móti. Hann var sannarlega á heimsmælikvarða. Þarna reis leikur okkar sem hæst,“ segir Kristján Arason, sem var markahæsti leikmaður Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert