Aflandskrónulosun eina málið á dagskrá

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, flutti 60 ræður um aflandskrónulosun ...
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, flutti 60 ræður um aflandskrónulosun á þingi í gærkvöldi og í nótt. Umræðan hélt áfram á Alþingi þegar þingfundur hófst klukkan 15 í dag. Skjáskot/Alþingi

Þingfundur hófst klukkan þrjú á Alþingi þar sem fram er haldið umræðu um frum­varp fjár­mála- og efna­hags­ráðherra um meðferð krónu­eigna sem háðar eru sér­stök­um tak­mörk­un­um og gjald­eyr­is­mál. Ekkert annað mál er á dagskrá þingfundarins.

Líkt og í umræðunni í gær raða þingmenn Miðflokksins sér á mælendaskrá. Þingmenn annarra flokka hafa ekki óskað eftir að fá orðið, að undanskildum Óla Birni Kárasyni, formanni efnahags- og viðskiptanefndar, og Þorsteini Víglundssyni, þingmanni Viðreisnar. 

Í tilkynningu frá þingflokki Miðflokksins segir að á þingfundinum í gær hafi þingmenn Miðflokksins reynt að fá svör við spurningum um áform stjórnvalda um einhliða afléttingu fjármagnshafta af vogunarsjóðum og svör við því hvers vegna ekki er gætt hagsmuna þjóðarinnar. „Hagsmunir sem hlaupa á milljörðum króna.“

Þingmenn Miðflokksins benda á að í annarri umræðu um málið, hafi enginn fulltrúi þeirra flokka sem styðja málið hafið ræðu til að verja það eða útskýra, ef frá er talin framsaga formanns efnahags- og viðskiptanefndar á nefndaráliti.

Yfir 300 ræður Miðflokksþingmanna í 15 tíma umræðu

Önnur umræða um frumvarpið hófst klukkan 15 í gær og stóð yfir í rúma 14 klukkutíma, eða þar til þingfundi var slitið klukkan 5:21. Þingmenn annarra flokka tóku til máls í upphafi en fljótlega var mælendaskráin einungis skipuð þingmönnum Miðflokksins sem héldu yfir 300 ræður um málið í gærkvöldi og nótt. Oftast talaði Gunnar Bragi Sveinsson, 64 sinnum, en þar á eftir kom Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem fór 60 sinnum í ræðustól þingsins.

Frumvarpið snýst í meginatriðum um hvort aflandskrónueigendum verði heimilt að fjárfesta í innistæðubréfum Seðlabankans í stað þess að setja féð eingöngu inn á bundinn reikning. Í umsögn Seðlabankans um frumvarpið kemur fram að bankinn telji það mikilvægt að afgreiðsla frumvarpsins liggi fyrir áður en gjalddagi tiltekins flokks ríkisbréfa renni upp, sem var í gær.

Þingmenn Miðflokksins segja að frumvarpið feli í sér „algjört og endanlegt fráhvarf frá aðgerðaáætlun stjórnvalda frá árinu 2015 um losun hafta og endurreis efnahagslífsins. „Sú áætlun byggðist á þremur meginstoðum sem ráðast skyldi í sem eina heild þar sem allir legðu sitt af mörkum til endurreisnarinnar. Þeim þætti sem snýr að lausn aflandskrónuvandans er enn ólokið. Áform stjórnvalda nú ganga þvert á þá lausn sem lagt var upp með og að meginstefnu fylgt til þessa,“ segir í tilkynningu þingmanna flokksins.

mbl.is

Innlent »

Góðar breytingar fyrir Borgarlínu, verri fyrir skólana

07:57 Í drögum að tillögu að breyttu aðalskipulagi á Sjómannaskólareit og Veðurstofuhæð kemur fram að áform um breytta landnotkun og fjölgun íbúða muni styrkja uppbyggingu farþegagrunns Borgarlínu. Meira »

Stefndi að Skeifunni frá því hann kom í skólann

07:37 „Ég setti mér það markmið þegar ég kom í skólann að taka þessi verðlaun. Það er gömul hefð að keppa um Skeifuna. Mér fannst ég hafa bakgrunninn til að geta stefnt að því,“ segir Guðjón Örn Sigurðsson frá Skollagróf í Hrunamannahreppi sem fékk Morgunblaðsskeifuna afhenta í gær, á Skeifudegi hestamannafélagsins Grana á Hvanneyri. Meira »

Norðanhret í vændum

07:20 Um miðja næstu viku er spáð norðanhreti og ljóst að það mun kólna talsvert frá því sem nú er. Segir veðurfræðingur að komandi maímánuður virðist engin undantekning frá því sem oft er - að það leggi í norðankulda í mánuðinum. Meira »

Hundruð í sóttkví

07:10 Hundruð nemenda og starfsmanna við tvo háskóla í Kaliforníu hafa verið settir í sóttkví vegna mislingafaraldurs sem þar geisar. Það sem af er ári hafa 695 smitast af mislingum í Bandaríkjunum og á heimsvísu hefur mislingatilvikum fjölgað um 300% á fyrstu þremur mánuðum ársins. Meira »

Grunaður um brot á nálgunarbanni

06:42 Maður í annarlegu ástandi var handtekinn síðdegis í gær þar sem hann var í óleyfi í stigagangi fjölbýlishúss í hverfi 111. Maðurinn er grunaður um brot á nálgunarbanni og var hann vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Meira »

Íslensk sulta í toppbaráttunni

05:30 Íslenski framleiðandinn Good Good náði á topp vinsældalista yfir mest seldu sulturnar hjá bandarísku vefversluninni Amazon nýverið. Meira »

Aukin aðsókn í Frú Ragnheiði

05:30 Heimsóknum til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkandi úrræðis Rauða krossins fyrir fólk sem notar vímuefni í æð, fjölgaði um 38% á milli áranna 2017 og 2018. Heimsóknirnar voru 3.854 en einstaklingarnir að baki þeim 455. Meira »

Fundað um framkvæmd aðgerða

05:30 Unnið er í Stjórnarráðinu að undirbúningi þess að hrinda í framkvæmd 45 atriðum sem fram komu í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við samninga á almennum vinnumarkaði. Forsætisráðherra hefur boðað til fundar hagsmunaaðila um miðjan maí til að fara yfir stöðu mála og ræða framkvæmdina. Meira »

Nýliðinn vetur var afar hlýr

05:30 Nýliðinn vetur telst vera afar hlýr, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í samantekt. Meðalhiti í Reykjavík var 2,4 stig, um 1,4 stigum ofan meðallags vetra síðustu 70 ára og 0,6 stigum ofan meðallags síðustu tíu vetra. Hitavik eru svipuð á Akureyri. Meira »

Vara við notkun hættulegra leysihanska

05:30 Geislavarnir ríkisins vara við notkun á svokölluðum leysihönskum á vefsíðu sinni. Um er að ræða hanska sem útbúnir eru öflugum leysibendum sem geta valdið augnskaða með beinni geislun í auga og með endurvarpi á gljáandi fleti. Meira »

Selja má íslenskar kartöflur samhliða innfluttum

05:30 Birkir Ármannsson, kartöfluræktandi í Þykkvabæ, segir að selja megi íslenskar kartöflur samhliða innfluttum, en dreifingarfyrirtækið Bananar hafnaði í síðustu viku kartöflum frá honum með þeim skýringum að þær væru ekki fyrsta flokks. Meira »

Málþófsdraugurinn verði kveðinn niður

05:30 „Einn draugur fer þó um þinghúsið og ygglir sig í þingsalnum og er mikil nauðsyn að kveðinn verði niður, rotaður í einu höggi, en það er málþóf,“ sagði Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, í ræðu á Hátíð Jóns Sigurðssonar sem haldin var í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í gær. Meira »

Brugðust seint við tilmælum frá MAST

Í gær, 23:22 Ópal sjávarfang ehf. fékk upplýsingar frá Matvælastofnun (MAST) um staðfest listeríusmit í þremur afurðum fyrirtækisins um hádegisbil 4. febrúar, en brást ekki við með því að innkalla vörurnar fyrr en síðdegis 6. febrúar. Þá var einungis ein vara af þremur innkölluð. Meira »

Fákaselsmótaröðinni lauk í gærkvöldi

Í gær, 21:00 Fákaselsmótaröðinni lauk í gærkvöldi með keppni í fjórgangi. Elín Árnadóttir sigraði annan flokkinn með 6,87 á Blæ frá Prestsbakka, en þau komu inn í úrslit í 6.-8. sæti. Anna Þöll Haraldsdóttir hafnaði í öðru sæti og í því þriðja var Gunnhildur Sveinbjarnardóttir. Meira »

Krakkarnir alveg til fyrirmyndar

Í gær, 20:45 „Við erum að sigla í að samanlagður fjöldi krakkanna sem hafa komið til okkar að Reykjum séu 60 þúsund. Í okkar huga er þetta eitt stórt ævintýri og betri gesti er ekki hægt að hugsa sér en lífsglaða krakka,“ segir Karl B. Örvarsson, forstöðumaður Skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði. Meira »

Hanagal á Húsatóftum

Í gær, 20:25 Haninn á Húsatóftum er árgali á Skeiðunum. Nú í lok apíl er orðið bjart um klukkan fimm á morgnana og um það leyti fer hinn skrautlegi fugl á stjá með sitt gaggalagú. Gefur tóninn fyrir daginn í þessari blómlegu byggð sem ekið er um þegar leiðin liggur í uppsveitir Árnessýslu. Meira »

„Ekki nýr hrossasjúkdómur“

Í gær, 19:06 „Það er ekki nýr hrossasjúkdómur í landinu. Það eru enn þá smit landlæg frá því fyrir rúmum áratug og tveimur. Það lítur allt út fyrir að það sé aðeins að ná sér á strik núna,“ segir Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST. Meira »

Ástþór að baki flugrekstrarhugmynd

Í gær, 18:45 Athafnamaðurinn Ástþór Magnússon, ásamt fleirum, stendur á bak við viðskiptahugmynd um stofnun nýs íslensks flugfélags, sem kynnt er á vefsíðunni flyicelandic.is. Meira »

Mistur og lítil loftgæði í höfuðborginni

Í gær, 17:38 Loftgæði sums staðar á höfuðborgarsvæðinu eru mjög lítil sam­kvæmt vef Um­hverf­is­stofn­un­ar, Loft­gæði.is. Mikið rykmistur liggur yfir höfuðborgarsvæðinu en það er ættað frá Sahara-eyðimörkinni. Meira »
Greinakurlarar
Eigum til 15 hp greinakurlara með bensínmótor. Taka allt að 100mm greinar. Upp...
Byggingarstjóri
Allar byggingarleyfisskyldar framkvæmdir krefjast löggilds byggingarstjóra. ...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...
Skurðarskífur
Eigum til góðar skurðarskífur 125mm*1mm, gott verð 120 kr stk með vsk. Uppl 77...