Hver dagur í þessari stöðu mjög dýr

Í Bláa lóninu.
Í Bláa lóninu. mbl.is/Árni Sæberg

„Það sem við erum að gera núna er fyrst og fremst að reyna að róa þá sem hafa samband við okkur og reyna að halda sjó í von um að samningsaðilar sjái til sólar og nái að afstýra miklum skaða. Hver dagur sem líður frá þeirri stöðu sem upp er komin núna, þar sem verkföll eru fram undan, er mjög dýr.“

Þetta segir Friðrik Pálsson, hótelhaldari á Hótel Rangá, um hugsanleg verkföll. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur ítrekað sagt að aðgerðir félagsins, verði þær samþykktar, muni beinast að fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Verði verkfallsaðgerðir Eflingar samþykktar í atkvæðagreiðslu munu þær hefjast 8. mars með hótelstarfsfólki sem sinnir þrifum og hreingerningu. VR mun kynna fyrirhugaðar aðgerðir á föstudaginn.

„Mér finnst fyrst og fremst bara ótrúlega sorglegt að við skulum standa frammi fyrir svona máli núna. Það má aldrei gleymast þegar verið er að tala um ferðaþjónustuna að gestir landsins eru upp til hópa fólk með fjölskyldurnar sínar í fríum. Það vill ekki láta trufla fríin sín. Þess vegna eru þessir viðskiptavinir gríðarlega viðkvæmir fyrir allri truflun,“ segir Friðrik í umfjöllun um boðuð verkföll í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert