Kuldi veldur vandræðum hjá PCC

Sílikonverskmiðjan á Bakka.
Sílikonverskmiðjan á Bakka. mbl.is/​Hari

Snjókoma og kuldi á iðnaðarsvæðinu Bakka við Húsavík hefur valdið erfiðleikum við rekstur kísilversins í vetur. Stíflur hafa myndast í reykhreinsivirki versins eftir að þurft hefur að slökkva á ofnum hennar í lengri tíma og það leiðir aftur til þess að slökkva hefur þurft á ofnunum aftur til að hreinsa.

Upprunaleg ástæða vandræða með reykhreinsivirkið síðustu daga er að stöðva þurfti framleiðslu í byrjun síðustu viku. Vegna snjóa og frosts í langan tíma fraus kvartsið, sem er aðalhráefni framleiðslunnar, í klumpa og innmötun í ofnana stöðvaðist.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Jökull Gunnarsson, forstjóri PCC Bakki Silicon hf., að þetta sé fyrsti veturinn sem kísilverið er starfrækt. Því sé að reyna á þessi mál í fyrsta skipti á Bakka. Hann segir að verkfræðistofa sé að vinna með starfsmönnum fyrirtækisins að lausnum. Vonast hann til að þetta gerist ekki næsta vetur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert