Spretthlaupin henta vel

Kormákur Ari og Melkorka Rún Hafliðabörn til vinstri og Hinrik …
Kormákur Ari og Melkorka Rún Hafliðabörn til vinstri og Hinrik Snær og Þórdís Eva Steinsbörn. mbl.is/​Hari

Á frjálsíþróttamótum að undanförnu hafa tilþrif tvennra tvíbura úr FH vakið athygli. Þetta eru systkinin Kormákur Ari og Melkorka Rán Hafliðabörn, fædd 1997, og Hinrik Snær og Þórdís Eva Steinsbörn, fædd 2000. Öll hafa þau æft frjálsar íþróttir lengi en fundið sína fjöl í 200 og 400 metra hlaupum.

„Við höfum auðvitað lengi vitað hvert af öðru enda öll æft frjálsar íþróttir síðan við vorum lítil. Það eru svo um tvö ár síðan við byrjuðum að æfa saman, enda þá öll komin upp úr unglingaflokkum,“ sagði Þórdís Eva við blaðamann, sem hitti hópinn á æfingu í Kaplakrika fyrr í vikunni.

Æfingarnar hjá frjálsíþróttafólki FH að undanförnu hafa verið stífar. Um síðustu helgi var Íslandsmeistaramótið í frjálsum innanhúss og bikarkeppnin verður í Kaplakrika um næstu helgi. Er það síðasta mótið innanhúss á þessum vetri og þá er ekki seinna vænna að setja kraft í æfingar fyrir sumarvertíðina og fyrstu mótin sem eru í lok maí. „Okkur gekk ljómandi vel á Íslandsmeistaramótinu um síðustu helgi þar sem við Hinrik Snær kepptum í 400 metra boðhlaupi og unnum,“ segir Kormákur Ari, en með þeim félögum voru í liði Bjarni Páll Bjarnason og Valur Elli Valsson.

Sjá viðtal við ungu frjálsíþróttamennina í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert