Dómur „útfararstjórans“ staðfestur

Landsréttur.
Landsréttur. mbl.is/Hjörtur

Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms yfir karlmanni á fimmtugsaldri, Gunnari Rúnari Gunnarssyni, sem dæmdi hann í sex mánaða fangelsi í maí í fyrra fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum.

Hon­um var gert að sök að hafa staðið skil á efn­is­lega röng­um virðis­auka­skatt­skýrsl­um tveggja einka­hluta­fé­laga, ann­ars veg­ar sem fram­kvæmda­stjóri og stjórn­ar­maður og hins veg­ar sem dag­leg­ur stjórn­andi.

Auk sex mánaða fangelsisdóms dæmdi héraðsdómur hann til greiðslu 13,6 milljóna í sekt til ríkissjóðs, allan sakarkostnað og málsvarnarlaun verjanda, samtals 2,2 milljónir. Í dómi héraðsdóms í fyrra var Gunnar Rúnar ekki talinn hafa fært nein sannfærandi rök fyrir sýknukröfu.

Í dómi Landsréttar sem staðfesti dóm héraðsdóms var Gunnari einnig gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, tæpar 900 þúsund krónur, og málsvarnarlaun verjanda sína, 843 þúsund krónur.

Sakaferill nær aftur til ársins 1995

Gunnar er annar tveggja manna sem nefndir voru „útfararstjórar“ í sjónvarpsþættinum Brestum, en þeir höfðu tekið við stjórn fjölda fyr­ir­tækja áður en þau fóru í þrot til að koma í veg fyr­ir að nöfn fyrri eig­enda væru tengd við þrotið.

Í niðurstöðu héraðsdóms var sérstaklega tekið fram að ákærði hafi 14 sinnum áður verið sakfelldur fyrir refsiverðan verknað og nær sakaferillinn aftur til ársins 1995. Eru þar um að ræða brot sem varða meðal annars fjársvik og kynferðisbrot gegn börnum og andlega veikri konu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert