Fluttar á sjúkrahús eftir bílveltu

Sjúkrahúsið Ísafirði.
Sjúkrahúsið Ísafirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Tvær konur voru fluttar á sjúkrahúsið á Ísafirði í gærkvöldi eftir að hafa velt bifreið sinni á Kambsnesi við Djúpveg. Að sögn varðstjóra í lögreglunni á Ísafirði er hvorug þeirra alvarlega slösuð eftir óhappið en umferðaróhöpp eru ekki óalgeng á þessum stað. Um krappa og þrönga beygju er að ræða. Engin hálka var á veginum enda tíðin óvenjugóð miðað við árstíma.

Færð er óvenjugóð miðað við árstíma um allt land, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Vegir eru víðast hvar auðir þótt hálkublettir séu á fáeinum vegum, en skráningin hálkublettir merkir að hálka sé að hámarki aðeins fimmtungur af viðkomandi vegkafla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert