Loftslagsverkfall í rigningunni

Málefnið brennur á ungu fólki.
Málefnið brennur á ungu fólki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Talið er að á bilinu 100 til 150 manns hafi komið saman á Austurvelli í hádeginu þar sem stúdentar og framhaldsskólanema mótmæltu aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Er þetta annan föstudaginn í röð sem fólk hópast saman á Austurvelli og mótmælir.

Landssamtök íslenskra stúdenta hafa boðað til mótmælanna og fram kemur að þau verði alla föstudaga.

Verk­fallið er inn­blásið af hinni sænsku Gretu Thun­berg, en skóla­verk­fall henn­ar hef­ur vakið mikla at­hygli. Nú þegar hafa tugþúsund­ir ung­menna farið að henn­ar for­dæmi og flykkst út á göt­ur til að mót­mæla aðgerðal­eysi stjórn­valda í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ing­ar, meðal ann­ars í Belg­íu, Bretlandi, Banda­ríkj­un­um, Ástr­al­íu, Þýskalandi og Svíþjóð.

Fólk lét rigninguna ekki stoppa sig.
Fólk lét rigninguna ekki stoppa sig. mbl.is/Kristinn Magnússon

Við viljum sýna stjórnvöldum að almenningur sé meðvitaður um alvarleika málsins og vilji róttækar aðgerðir,“ kemur fram í lýsingu vegna mótmælanna á Facebook.

Skilaboðin voru skýr.
Skilaboðin voru skýr. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is