Lá á að verða fullorðin

Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs.
Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs. Eggert Jóhannesson

„Ég hef verið og er mjög upptekin af því hvernig við lítum heildstætt á menntun, hvernig kerfi og svið spila saman við að styðja við ungt fólk og nemendur - að við horfum ekki bara til þess sem gerist innan skólans heldur hvað það er sem gerist eftir að skóla lýkur,“ segir Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseta Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í viðtali sem birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.

Í viðtalinu segir Kolbrún frá lífi og störfum, sýn sinni á menntun og hlutverk Menntavísindasviðs, sem varð til þegar Kennaraháskólinn og Háskóli Íslands sameinuðust. Kolbrún hefur um margt farið óvenjulegar leiðir í lífinu og er ein sú fyrsta á heimsvísu til að hafa skrifa doktorsritgerð um frístundaheimili.

Kolbrún er dóttir Páls Skúlasonar, heimsspekings og fyrrverandi rektors, og Auðar Birgisdóttur sem starfaði á vettvangi ferðamála og segir Kolbrún frá áhrifum foreldra sinna á sig sem og æsku sinni.

„Mér lá mikið á að verða fullorðin og ég fór skarpt í uppreisn þegar ég varð unglingur, í sannleika sagt reyndi ég verulega á þolrif foreldra minna. Árið sem ég útskrifaðist úr grunnskóla eignaðist ég frumburð minn þannig að haustið sem félagar mínir voru að byrja í menntaskóla var ég heima með lítið barn og það breytti auðvitað mjög miklu fyrir mig. En ég tók hlutverkið að vera ábyrg móðir afskaplega hátíðlega, alveg heilluð af þessari litlu mannveru!“

Kolbrún segist sannfærð um að menntun sé lykillinn að góðu samfélagi. „Þá hef ég ekki aðeins í huga þá hæfni til að leysa lífsins verkefni og þróa hugvit og tækni, heldur einnig það að menntun á að hafa siðferðislegt inntak. Að menntun verði til þess að við veltum fyrir okkur hvað það merkir að vera manneskja, ígrunda og vera meðvitaður um þau gildi sem skipta máli í lífinu. Þetta er eitthvað sem mér finnst við stundum gleyma að ræða; hvert markmið menntunar er.“

Viðtalið má lesa í fullri lengd í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »