Tapa hundruðum milljóna á dag

Óvissa ríkir um hvort gestir fái gistingu og komist á …
Óvissa ríkir um hvort gestir fái gistingu og komist á milli staða. mbl.is/Árni Sæberg

Beint fjárhagslegt tap ferðaþjónustunnar á hverjum degi verkfalla getur numið hundruðum milljóna, að mati Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar.

Tjónið eykst hratt ef aðgerðir standa marga daga í einu, margar vikur í röð. Telur hann að heildartap þjóðarbúsins geti slagað upp í aflabrest á loðnu, ef verkalýðsfélögin framkvæma boðaðar aðgerðir. „Þetta yrðu efnahagslegar hamfarir.“

„Þetta eru mjög umfangsmiklar aðgerðir, hannaðar með það fyrir augum að valda hámarkstjóni með sem minnstum tilkostnaði þeirra sem að þeim standa,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að þær muni ekki aðeins koma niður á fyrirtækjunum sem þau beinast gegn heldur einnig starfsfólki þeirra.

Óvissutímar í ferðaþjónustu

Jóhannes segir að verkföllin valdi ekki aðeins tjóni hjá fyrirtækjunum sem eru í beinni skotlínu í aðgerðunum heldur ferðaþjónustunni í heild. „Ferðaþjónustan er keðja. Ef klippt er á einn hlekk hefur það áhrif á alla keðjuna. Ferðaskrifstofur og ferðaþjónustuaðilar eru að svara spurningum erlendra viðskiptavina um hvað þeir eigi að gera við ferðafólkið. Það er erfitt að svara þeirri spurningu, þegar svona stendur á,“ segir hann í umfjöllun um  mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert