„Hann vissi að hann hafði mig“

„Hann sýndi mér allar fallegu hliðarnar þangað til að hann vissi að hann hafði mig. Þá byrjaði andlegt og síðar líkamlegt ofbeldi.“ Svona hljómar hluti af nafnlausri frásögn stúlku sem byrjaði í ofbeldissambandi 15 ára gömul. Sagan barst á Instagram-reikninginn Fávitar þar sem barist er gegn kynferðisofbeldi. 

Á næstunni fá 4.500 unglingar á aldrinum 13-15 ára fræðslu um samþykki og mörk í nánum samböndum. Átakinu var ýtt úr vör í Fjölbrautaskólanum í Ármúla fyrr í dag þar sem fulltrúar frá feministafélögum í framhaldsskólum voru samankomnir en fræðsluátakið Sjúkást er á vegum Stígamóta og er unnið í samstarfi við Samfés og mun fara fram í félagsmiðstöðvum um allt land.  

Sagan af 15 ára stúlkunni er bara ein af mörgum sem hafa borist inn á fávita-reikninginn.

View this post on Instagram

Hlutirnir breytast ekki nema við breytum þeim. @sjuk.ast 🖤 #favitar

A post shared by Fávitar (@favitar) on Mar 4, 2019 at 3:04am PST

Nýjasta rannsókn Rannsóknar og greiningar 2018 sýndi að tæpur helmingur stelpna í 10. bekk hafði sent ögrandi mynd eða nektarmynd af sér í gegnum stafræna miðla. Þar af upplifðu um 20% að það væri gert undir þrýstingi. 

„Í samtölum okkar við framhaldsskólakrakka, sem eru að stíga sín fyrstu skref í samböndum, eru rosalega margir sem kannast við óheilbrigðu samböndin,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Þess vegna sé svo mikilvægt að fræða krakka á þessum aldri um hvað sé eðlilegt og hvað ekki. Í myndskeiðinu er rætt við Steinunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert