Tveir stórir skjálftar í Bárðarbungu

Bárðarbunga.
Bárðarbunga. mbl.is/RAX

Tveir stórir jarðskjálftar riðu yfir í Bárðarbungu í morgun. Annar þeirra mældist 4,1 stig en hinn 3,8 stig.

„Núna í morgun (4. mars) kl. 05:46 varð skjálfti í Bárðarbungu af stærð 3,8. Stuttu eftir fylgdi annar skjálfti af stærð 4,1. Nokkrir eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið. Engin merki sjást um gosóróa,“ segir í tilkynningu frá jarðvársviði Veðurstofu Íslands.

Stærsti skjálfti ársins reið yfir í norðan­verðri Bárðarbungu­öskj­unni 23. febrúar en hann mældist 4,2 stig. 28. des­em­ber varð skjálfti af stærðinni 4,8 á svipuðum slóðum.

mbl.is