Æfing 19.3 kynnt í Perlunni

Björgvin Karl er einn fremsti CrossFit-iðkandi heims.
Björgvin Karl er einn fremsti CrossFit-iðkandi heims. Ljósmynd/Crossfit Games

Annie Mist Þórisdóttir kynnir æfingu 19.3 í CrossFit Open-mótaröðinni í Perlunni aðfaranótt föstudags, en þar mun íslenski CrossFit-kappinn Björgvin Karl Guðmundsson etja kappi við Danann Frederik Aegidus.

Miðasala á viðburðinn er hafinn á Tix.is , en þar að auki verður kynningunni streymt í beinni útsendingu á Facebook-vef CrossFit Games.

Ljóst er að Ísland hefur skapað sér sess innan CrossFit-heimsins, en æfing 18.5 á Open-mótaröð síðasta árs var einmitt kynnt í CrossFit Reykjavík. Þar öttu kappi þær Annie Mist, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir.

Annie Mist og Katrín Tanja voru fyrstar til að taka ...
Annie Mist og Katrín Tanja voru fyrstar til að taka æfingu 18.5.
mbl.is