Hvessir með snjókomu

Kort/Veðurstofa Íslands

Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt í dag og dálítil él norðan- og austanlands, en annars úrkomulítið. Á morgun hvessir nokkuð og fer að snjóa fyrir austan, él norðvestan til, en annars bjartviðri. Austlægari vindur á fimmtudag og snjókoma syðst á landinu, en annars úrkomulaust að kalla. Áfram kalt í veðri, en hlýnar víða upp fyrir frostmark um hádaginn, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurhorfur næstu daga

Norðaustan 5-13 m/s, en hægari síðdegis. Dálítil él N- og A-lands, en skýjað með köflum SV-lands og líkur á éljum þar um tíma í dag. Norðaustan 8-15 á morgun og snjókoma með köflum á A-verðu landinu, él NV-til, en annars bjartviðri. Frost yfirleitt 0 til 8 stig, mest inn til landsins, en mildara að deginum. 

Á miðvikudag:
Norðlæg átt, 3-10 m/s og léttskýjað SV-lands, snjókoma A-til, en stöku él annars staðar. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn ti landsins. 

Á fimmtudag:
Norðaustan 10-15 m/s og snjókoma framan af degi SA-lands, annars hægari vindur og víða bjartviðri, en dálítil él á NA-landi. Kólnandi veður. 

Á föstudag:
Stíf austanátt og dálítil snjókoma syðst á landinu, en annars hægviðri og víða léttskýjað. Frostlaust með S-ströndinni, en annars talsvert frost. 

Á laugardag:
Allhvöss norðaustanátt með snjókomu SA-til, annars hægara og él á víð og dreif, en bjartviðri á V-landi. Áfram kalt í veðri. 

Á sunnudag og mánudag:
Snýst líklega í norðanátt með éljum á víð og dreif, en úrkomulítið SV-til. Dregur heldur úr frosti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert