Kynna sér fiskeldi í Noregi

Alþingismenn í atvinnuveganefnd Alþingis eru þessa dagana í heimsókn í …
Alþingismenn í atvinnuveganefnd Alþingis eru þessa dagana í heimsókn í Bergen í Noregi til að kynna sér reynslu Norðmanna af fiskeldi.

Atvinnuveganefnd Alþingis er þessa dagana í heimsókn í Björgvin í Noregi. Allir nefndarmennirnir eru með í för auk ritara atvinnuveganefndar og er tilgangur ferðarinnar að kynna sér málefni fiskeldis í Noregi að sögn Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, formanns nefndarinnar.

„Við höfum unnið að því að fara í kynnisferð til Bergen til að kynna okkur umfang fiskeldis í Noregi og stöðu þess,“ segir hún í Morgunblaðinu í dag. Þingmennirnir fóru utan í gær og stendur heimsóknin yfir fram á næsta föstudag, 8. mars.

Sækja sjávarútvegssýningu

Lilja Rafney segir að dagskráin sé þétt næstu þrjá daga. Í ferðinni ætla þingmennirnir líka að sækja sjávarútvegssýningu en sjávarútvegsráðstefnan North Atlantic Seafood Forum er haldin dagana 5.-7. mars í Björgvin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert