Í einangrun á Barnaspítalanum

Til stóð að útskrifa barnið af spítalanum í gær en …
Til stóð að útskrifa barnið af spítalanum í gær en var því frestað. mbl.is/Árni Sæberg

Annað barnanna sem greinst hafa með mislingasmit hefur verið í einangrun á Barnaspítala Hringsins undanfarna daga. Þetta staðfestir Ásgeir Haraldsson yfirlæknir í samtali við mbl.is.

Til stóð að útskrifa barnið af spítalanum í gær en var því frestað. Verður það útskrifað í dag eða næstu daga. Að sögn Ásgeirs voru veikindi barnsins þess eðlis að það þurfti að dvelja á spítalanum, á meðan hitt barnið sem greindist var ekki eins veikt og er því í einangrun heima hjá sér.

Enn sem komið er er ekki vitað til þess að fleiri börn hafi smitast af mislingum. Tvö mislingasmit hafa fengist staðfest hjá fullorðnum einstaklingum, en hvorugur þeirra hefur þurft að leggjast inn á spítala samkvæmt upplýsingum sem mbl.is hefur fengið frá Landspítalanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert