Skaðleg Bieber-áhrif við Fjaðrárgljúfur

Úr tónlistarmyndbandi Justin Biebers við lagið I´ll Show You sem …
Úr tónlistarmyndbandi Justin Biebers við lagið I´ll Show You sem var tekið upp hér á landi árið 2015. Skjáskot/YouTube

„Þetta eru hreinar gróðurskemmdir sökum ágangs á viðkvæmu svæði,“ segir Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, í Facebook-færslu á vef samtakanna sem sýnir tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur sem teknar eru með rúmlega tveggja ára millibili.

Sú fyrri er úr myndbandi poppstjörnunnar Justin Bieber við lagið I'll Show You, í september 2015. Sú síðari, sem sýnir nýlegt skilti við snösina, er tekin í janúar 2018.

Munurinn á klettasnösinni er gríðarlegur, líkt og sjá má. Rúmlega …
Munurinn á klettasnösinni er gríðarlegur, líkt og sjá má. Rúmlega tveggja ára tímabil er milli mynda. Ljósmynd/Umhverfisstofnun

Munurinn á gróðurþekjunni er sláandi og í færslu Umhverfisstofnunar segir að eins og sjá megi hafi reglum ekki verið fylgt til hins ýtrasta, töluvert hefur verið gengið út fyrir merkta gönguslóða og fram hjá skiltinu.

Verður lokað til 1. júní

Stofnunin vill vekja athygli á þessu þar sem nú stendur yfir einn viðkvæmasti tími ársins er kemur að umferð gesta um íslenska náttúru. „Snjóalög og frost hopa fyrir leysingum og þarf ferðafólk að sýna aðgát til að koma í veg fyrir að umferð þess skilji eftir sig ummerki í náttúrunni.“ Klettasnösin við Fjaðrárgljúfur er ekki eina dæmið um staði í íslensku náttúru þar sem farið er að láta á sjá vegna ágangs ferðamanna. „Sumir gestir virða því miður reglur svæðisins að vettugi. Það eru fjölmargar snasir í sama ástandi við gljúfrið í dag,“ segir Daníel.

Fjaðrárgljúfur og hluti af Skógaheiði við Skógafoss eru lokuð fyrir umferð í þessa dagana þar sem veruleg hætta er á skemmdum sökum tíðarfars og mikillar umferðar um svæðin. Umhverfisstofnun vill að göngu­leiðin á Skóga­heiði ofan við Fosstorfu­foss verði lokuð fram til 1. júní vegna „veru­legr­ar hættu á tjóni“. Starfs­menn Um­hverf­is­stofn­un­ar fóru á staðinn og gerðu út­tekt á svæðinu á mánu­dag og telja þeir ekki æski­legt að opna svæðið fyr­ir um­ferð ferðamanna fyrr en þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert