Stelpurnar komu, sáu og sigruðu

Það voru stelpurnar sem stálu senunni í undankeppni um titilinn Kokkur ársins sem haldin var í Hörpu í dag. Aldrei hafa fleiri matreiðslukonur tekið þátt en þær voru þrjár og allar komust þær í úrslitin. Iðunn Sigurðardóttir, matreiðslukona á Matarkjallaranum, vill fá enn fleiri til að taka þátt. 

mbl.is var á Kolabrautinni í Hörpu í dag þar sem tíu kokkar elduðu þorsk af mikilli snilld en titillinn Kokkur ársins er eftirsóttur og getur opnað stór tækifæri fyrir sigurvegarana. Í fyrstu verðlaun eru 300.000 krónur, í öðru sæti 100.000 krónur og í þriðja sæti er gjafabréf með Icelandair.

Þeir sem keppa til úrslita verða:

Iðunn Sigurðardóttir, Íslenski Matarkjallarinn
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir Ocampo, Hótel Saga Mímir Restaurant
Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir, Deplar Farm
Sigurjón Bragi Geirsson, Garri
Rúnar Pierre Heriveaux, Grillið Hótel Sögu

Hægt er að kaupa miða á lokakvöldið og fá að bragða á réttunum sem bestu kokkar landsins töfra fram.


 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert